Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 41
GLOÐAFEYKIR
41
að þeim hefði orðið á. Það væri enginn skrifaður stafnr fyrir láninu.
Þá fór Jón að hlægja og sagði, að það vissu allir, að það hefði enginn
annar en hann getað lánað honum þessa peninga.
A æskuárum mínum talaði faðir minn oft um Halldór á Syðstu-
grund, enda var Halldór móðurbróðir hans. Halldór mun hafa
komið í heimsókn að Sveinsstöðum, en það var fyrir mitt minni,
svo það var í eina skiptið, sem ég man Halldór, þarna í Flugumýrar-
stofu.
Ég held, að hann hafi talað mest af öllum við kaffiborðið. Hann
hafði frá mörgu að segja, var hinn glaðasti, lék á als oddi og skelli-
hló, og ekki virðist feigðin hafa kallað að honum, en hann átti þó
skammt ólifað, andaðist í október um haustið 79 ára. Halldór var
fremur lágvaxinn en þrekinn nokkuð. Hann var sköllóttur og mér
fannst hann ófríður, en eftir mynd að dæma, sem birtist af honum
í Skagfirzkum æviskrám, hefur hann ekki verið það, en með sterkt
ættarmót frænda sinna margra. Halldór var bóndi á íbishóli og víðar
í Seyluhreppi, brá búi 1896, en frá aldamótum var hann á Syðstu-
grund hjá Efemíu dótur sinni og tengdasyni, Sigurjóni Gíslasyni.
Halldór var hestamaður og kunni vel að ríða hesta til skeiðs. Þá var
hann járnsmiður og smíðaði beizlisstengur, sem þóttu ágætar. Fá-
tækur var Halldór alla ævi og drakk nokkuð. Þá sögu hef ég heyrt,
að einhverju sinni kemur Indriði Einarsson til Sauðárkróks í er-
indum Stórstúku Islands. Að þeim fundi loknum lét Indriði vel
yfir árangri af starfi sínu og sagði, að í það sinn hefði Halldór bróðir
farið ódrukkinn úr kaupstaðnum.
Þeir Halldór Einarsson og íiinar á Reykjarhóli voru samtíma-
menn í Seyluhreppi. F.itt sinn voru þeir við kirkju á Víðimýri og
fóru þá hundar að fljúgast á fyrir kirkjudyrum og barst leikurinn
inn í opna gátt öðru megin við kirkjuþil.
Þá kvað Einar:
Svo var Dóra í sinni kátt,
hann sagði rór við Munda:
„Þessi stóra guðshúsgátt
gleypti fjóra hunda.“
Þeir séra Tryggvi og Einar Jochumsson ræddust margt við og
má vel vera, að þeir hafi þekkzt áður, en síðar frétti ég, að Einari
liefði líkað prédikunin vel þennan dag, og þarna orti hann vísu,
sem séra Tryggvi hló mikið að, en því miður man ég ekki nema
seinni partinn og er hann á þessa leið: