Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 34
34
GLÓÐAFF.YKIR
teri brýndi hann á því, að hann væri nálægt tnkthnsinu. Að þessu
sinni var hann aftnr á móti til luisa hjá oddvita sýslunefndar og
undi vel sínum hag. Þá skaut ritari þessu eitt sinn að Jóni:
í svartholinu sat það Ijón.
Sú varð beizk á lögum efnd.
En nú er búið að náða Jón,
og nú er hann undir réttarvernd.
Enn fagnaði sekreteri hingaðkvámu Jóns Bakkaskálds í borgina
á sýslufund 1948 og ljóðaði á hann þegar fyrsta fundardaginn:
Kominn er Jón með káta lund,
kempan silfurhára.
Sezt nú enn á sýslufund
74 ára.
Yaskleiki þess vitra manns
verður lengst í minni.
Ekki hrakar anda hans
— eða kvenseminni.
Þessu svaraði Jón með dræmingi á þessa lund:
Kominn er Jón með kalda lund
og kollinn silfurhára.
Sinnir lítt um sjáleg sprund
75 nú ára.
Jóni á Hofi varð þessi vísa á munni, er Jón Bakkaskáld vantaði
í sæti sitt:
Hrakspá rætist, sezt er sól.
Sukkið nætur búið.
Engin kæti — auðan stól.
,,Eftirlætið“ flúið.
Er á leið fundinn, sótti Jón Bakkaskáld mjög í sig veðrið og orti
nú hverja vísuna eftir aðra um Stefán sekretera vin sinn. Hrökk
Stefán ekki við og útlit fyrir, að Jón kvæði hann dauðan eða vit-
lausan. Að lokum tók Stefán rögg á sig, orti til Jóns og kvittaði
fyrir alla ljóðagerðina með þessu erindi. Þagnaði þá Bakkaskáld.