Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 66
66
GLOÐAFEYKIR
virtist þröngur efnahagur aldrei getað bugað lífsgleði hennar og
brennandi lífsfjör.* Börn þeirra hjóna voru 7: Haraldur, bóndi á
Bakka í Viðvíkursveit, Helgi, bóndi á Brenniborg á Neðribyggð,
Bjarnfriður, húsfr. í Reykjavík, Guðrún, húsfr. í Reykjavík, látin,
Kristin, húsfr. á Akureyri, Svava, húsfr. í Reykjavík og Margrét,
húsfr. á Þverá. (Að mestu eftir St. Jónss. á Höskuldsstöðum).
Sigtryggur B. Pálsson, rafvirki á Sauðárkróki, andaðist þ. 5. jan.
1964. — Hann var fæddur á Sauðárkróki 13. jan. 1931, sonur Páls
verkam. 02; skólavarðar Þorarímssonar, bónda í Enni á Höfðaströnd
og Tumabrekku í Oslandshlíð, Kristjáns-
sonar, og konu hans Pálínu Bergsdóttur, al-
systur Sigvalda, (sjá Glóðaf. 1971, 12. h.,
bls. 64).
Tryggvi — en svo var hann jafnan nefnd-
ur — óx upp með foreldrum sínum á Sauð-
árkróki og dvaldist þar mestan hluta sinnar
skömmu ævi. Ungur gekk hairn skátahreyf-
ingunni á hönd og var lengi foringi í skáta-
O OOO
félaginu á staðnum. Þá hafði hann og mikil
afskipti af ungmennafélagsmálum og var
Sigtryggur B. Pálsson um hríð formaður ungmennafélagsins
Tindastóls.
Árið 1953 kvæntist Sigtryggur Sigurlaugu Gunnarsdóttur bónda á
Víðimel, \7aldimarssonar, og konu hans Amalíu Sigurðardóttur
bónda á Víðivöllum, Sigurðssonar, og Guðrúnar konu hans Péturs-
dóttur. Þau settust að á Víðimel, ungu hjónin, voru þar 4 ár og
stunduðu búskap með foreldrum Sigurlaugar, unz leiðin lá til Sauð-
árkróks. Þar hóf Tryggvi vinnu og síðan nám hjá Þórði Sighvats
rafvirkjameistara og lauk sveinsprófi í rafvirkjun við Iðnskóla Sauð-
árkróks. Síðasta árið, sem hann lifði, vann hann við Rafveitustöð
Sauðárkróks.
Þau hjón eignuðust 3 dætur: Ingibjörgu, Brynhildi og Guðrúnu,
og eru allir í bernsku.
Sigtryggur Pálsson var í hærra meðallagi, grannvaxinn og grann-
leitur, glaðlegur á svip og hýrleitur. Allt frá fæðingu gekk hann
með hjartagalla, sem ef til vill mátti búast við, að riðið gæti hon-
um að fullu á hverri stund að kalla. En Tryggvi lét jiað eigi á sér
Björg lézt 17. júní 1969, tæpra 95 ára.