Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 53

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 53
GLOÐAFEYKIR 53 Magnús Ásgrimsson, Kúskerpi í Blönduhlíð, lézt þ. 14. júlí 1963. Hann var fæddur að Hólakoti í Fljótum 10. sept. 1888, sonur fá- tækra hjóna, Asgríms bónda í Hólakoti Björnssonar og Maríu Ei- ríksdóttur. Hann ólst upp með foreldrum sínum fram undir fermingaraldur en fór ungur að vinna fvrir sér; var þá hvað eftir annað í hákarlalegum, a. m. k. sjö sinnum, og á skipi með föður sínum 1904, er As- grímur féll fyrir borð og drukknaði. Þá var Magnús á 16. ári. Ungur var hann í Stór- holti í Fljótum, fór þá til Héðinsfjarðar og var þar um skeið, síðan nokkur ár á Siglu- firði. Hláfþrítugur, eða þar um bil, hvarf hann hingað upp til Skagafjarðar og fyrst að Keflavík í Hegranesi; var þar vinnumaður einhver ár. Fór eftir það vestur til Bol- ungarvíkur og stundaði sjó um tveggja ára bil. Sneri aftur hingað, var í vist á Reynistað og víðar þar um slóðir, flyzt síðan með konu sinni yfir í Hegranes og fyrst í vinnumennsku að Egg, reisti bú í Rein 1920 og bjó þar til 1931, þá í Vatnskoti til 1935, er þau hjón brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Þar stundaði Magnús verkamannavinnu, þá er bauðst, og sló ekki slöku við. A Sauðár- króki voru þau hjón til 1952, en fóru þá fram að Kúskerpi, til dóttur sinnar og tengdasonar, og áttu þar heima upp þaðan. Arið 1914 kvæntist Magnús Elísabetu Evertsdóttur bónda á Nöf við Hofsós o. v., Evertssonar bónda í Mýrakoti, Jónssonar, og konu hans Ólafar Þorkelsdóttur, mikilli gerðar- og myndarkonu. Þau eignuðust 2 böm: Sigurlinu, húsfreyju á Kúskerpi, og Eðvald, er drukknaði ungur maður 1939. Konu sína missti Magnús 1957. Xokkru síðar fór hann á sjúkrahús, þrotinn að kröftum og átti þaðan eigi afturkvæmt. Magnús Ásgrímsson var góður meðalmaður á hæð og þrekinn vel, enda mikill burðamaður. Hann var bjartur á yfirbragð, rjóður í kinnum, fullur að vöngum, myndarmaður hinn mesti. Hann var alinn upp við fátækt og harðræði, fátækur sjálfur lengstum ævinnar, marghertur í mannraunum, þjálfaður til þrautar í þeirri list að taka hverju, sem að höndum ber, með æðruleysi og karlmennsku og óbrotnu jafnaðargeði. Magnús bar eigi hátt í opinberu lífi. Þó var hann fjarri því að vera lítils háttar, enda eftirminnilegur um marga hluti. Hann var síglaður og kátur, hvað sem í skarst. Lundar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.