Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 53
GLOÐAFEYKIR
53
Magnús Ásgrimsson, Kúskerpi í Blönduhlíð, lézt þ. 14. júlí 1963.
Hann var fæddur að Hólakoti í Fljótum 10. sept. 1888, sonur fá-
tækra hjóna, Asgríms bónda í Hólakoti Björnssonar og Maríu Ei-
ríksdóttur. Hann ólst upp með foreldrum
sínum fram undir fermingaraldur en fór
ungur að vinna fvrir sér; var þá hvað eftir
annað í hákarlalegum, a. m. k. sjö sinnum,
og á skipi með föður sínum 1904, er As-
grímur féll fyrir borð og drukknaði. Þá var
Magnús á 16. ári. Ungur var hann í Stór-
holti í Fljótum, fór þá til Héðinsfjarðar og
var þar um skeið, síðan nokkur ár á Siglu-
firði. Hláfþrítugur, eða þar um bil, hvarf
hann hingað upp til Skagafjarðar og fyrst að
Keflavík í Hegranesi; var þar vinnumaður
einhver ár. Fór eftir það vestur til Bol-
ungarvíkur og stundaði sjó um tveggja ára bil. Sneri aftur hingað,
var í vist á Reynistað og víðar þar um slóðir, flyzt síðan með konu
sinni yfir í Hegranes og fyrst í vinnumennsku að Egg, reisti bú í
Rein 1920 og bjó þar til 1931, þá í Vatnskoti til 1935, er þau
hjón brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Þar stundaði Magnús
verkamannavinnu, þá er bauðst, og sló ekki slöku við. A Sauðár-
króki voru þau hjón til 1952, en fóru þá fram að Kúskerpi, til
dóttur sinnar og tengdasonar, og áttu þar heima upp þaðan.
Arið 1914 kvæntist Magnús Elísabetu Evertsdóttur bónda á
Nöf við Hofsós o. v., Evertssonar bónda í Mýrakoti, Jónssonar, og
konu hans Ólafar Þorkelsdóttur, mikilli gerðar- og myndarkonu.
Þau eignuðust 2 böm: Sigurlinu, húsfreyju á Kúskerpi, og Eðvald,
er drukknaði ungur maður 1939. Konu sína missti Magnús 1957.
Xokkru síðar fór hann á sjúkrahús, þrotinn að kröftum og átti
þaðan eigi afturkvæmt.
Magnús Ásgrímsson var góður meðalmaður á hæð og þrekinn vel,
enda mikill burðamaður. Hann var bjartur á yfirbragð, rjóður í
kinnum, fullur að vöngum, myndarmaður hinn mesti. Hann var
alinn upp við fátækt og harðræði, fátækur sjálfur lengstum ævinnar,
marghertur í mannraunum, þjálfaður til þrautar í þeirri list að
taka hverju, sem að höndum ber, með æðruleysi og karlmennsku
og óbrotnu jafnaðargeði. Magnús bar eigi hátt í opinberu lífi. Þó
var hann fjarri því að vera lítils háttar, enda eftirminnilegur um
marga hluti. Hann var síglaður og kátur, hvað sem í skarst. Lundar-