Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 63
GLOÐAFEYKIR
63
anum 1922—1924. Fór margsinnis utan til þess að afla sér frekari
menntunar og kynna sér kennslustörf með öðrum þjóðum. Sótti
kennaranámskeið í Askov og ferðaðist um Norðurlönd 1926; var á
teikninámskeiði í Svíþjóð 1928 og kynnti
sér smábamakennslu þar í landi. Fór um
Noreg og Svíþjóð 1934, og enn fór hann
1937 um Norðurlönd, England og Frakk-
land. Allar þessar ferðir fór ísak í því skyni
að kynna sér fræðslumál, kennsluháttu og
kennslutækni. Ævistarf hans var kennsla. A
því starfi tók hann ekki loppnum höndum,
enda varð hann af því þjóðkunnur maður
og kennsla hans og stjórnsemi rómuð.
Isak stundaði kennslu í Eiðaþinghá vet-
urinn 1921—1922, kenndi við bamaskóla í
Reykjavík 1925—1935; kennari við æfinga-
deild Kennaraskólans 1932 og síðan alla stund, meðan aldur entist.
Hann stofnaði smábamaskóla í Reykjavík 1926, rak hann fjölda
ára og stjómaði honum ásamt með konu sinni, eftir að hann giftist.
Hann var í stjórn bamavinafélagsins Sumargjafar og formaður
lengstum. Hann samdi og þýddi margar bækur fyrir börn og ungl-
inga. M. a. tók hann saman, ásamt Helga Elíassyni fræðslumálastjóra,
lesbók fyrir byrjendur, Gagn og gaman I—II, er kemur sennilega
fyrir augu fleiri barna íslenzkra en nokkur bók önnur. Hann flutti
erindi, kenndi á námskeiðum, ritaði fjölda greina um kennslumál
og uppeldis.
Árið 1938 gekk ísak að eiga Sigrúnu kennara Sigurjónsdóttur
bónda á Nuatabúi í Hjaltadal og konu hans Elínborgar Pálsdóttur
(sjá þátt um Sigurjón í 9. h. Glóðafeykis, bls. 51). Kenndi hún
löngum við skóla eiginmanns síns og var honum mjög samhent.
Börn þeirra eru 5 og öll í Reykjavík: Gylfi, verkfræðingur,* Andri,
sálfræðingur, forstöðumaður skólarannsókna og form. landsprófs-
nefndar, Björg, hjúkrunarkona, FJínborg, húsfr. og kennari og Sigur-
jón Páll í menntaskóla.
Árið 1945 reistu þau hjón sér bú á ættarjörð Sigrúnar, Ingveldar-
stöðum í Hjaltadal, bjuggu þar og dvöldu á sumrum með fjölskyldu
sinni allmörg ár í samby li við foreldra Sigrúnar.
ísak Jónsson
Gylfi er nú, 1972, bcejarstjóri á Akranesi.