Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 69

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 69
GLOÐAFEYKIR 69 gamall missti hann móður sína og gekk þá stjúpa hans, Margrét Sigurðardóttir, síðari kona Helga, honum eftir það í móður stað. Arið 1907 reisti Helgi bú á Þorljótsstöðum í Vesturdal og bjó þar 3 ár, þá á Breið í Tungusveit 1910—1921, þá 1 ár í Sölvanesi og loks í Gilhaga 1922—1936, er þan hjón brugðu búi og fóru til dóttur sinnar, Helgu, og eiginmanns hennar, Sveins Guðmundssonar í Bjarnastaðahlíð; með þeim voru þau æ síðan, fyrst í Bjarnastaðahlíð, þá í Arnesi og loks í Laugarholti, eftir að Sveins missti við og Helga reisti þar nýbýli. Erlendur var tvíkvæntur. Árið 1907 gekk hann að eiga Guðriði Jónsdóttur, bónda í Bakkakoti í Vesturdal, Jónassonar bónda og læknis á Tunguhálsi, Jónssonar, og konu hans Helgu Hjálmarsdótt- ur; var Helga alsystir Guðrúnar, konu Sveiris Sigurðssonar, sjá Glóðaf. 1971, 12. h., bls. 65. Guðríður lézt 1912. Sonur þeirra er Stefán, skurðgröfustjóri, búsettur á Akureyri. — Síðari kona Erlends var Monika Magnúsdóttir, bónda í Gilhaga, Jónssonar bónda á írafelli, Ásmundssonar, og konu hans, Elelgu Indriðadóttur bónda á Irafelli, Árnasonar, en kona Indriða og móðir Helgu var Sigurlaug ísleifsdóttir. Þau Erlendur og Monika giftust árið 1915. Lifir hún mann sinn ásamt með einkadóttur þeirra hjóna, Helgu, húsfr. í Laugarholti á Neðribyggð. Erlendur Helgason var mikils vaxtar sem faðir hans, bar höfuð og herðar yfir aðra menn flesta, heljarmenni að burðum; vissu fáir afl hans, því að sjaldan mun hann hafa beitt því öllu. Hann var mikill myndarmaður og eftir honum tekið, hvar sem hann fór. — Hann var að jafnaði hægur í framgöngu og prúður í viðmóti, bráð- lyndur að vísu nokkuð og snöggur upp á lagið á stundum, en annars ljúfur í geði, léttlyndur og glaðsinna, barngóður með afbrigðum og einstakur dýravinur. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum, eindreginn samvinnumaður og vandaði þeim ekki alltaf kveðjurnar, sem öndverðir stóðu. En heill var hann og heið- ursmaður í hvívetna. Hjörtur Magnússon, bóndi á Herjólfsstöðum á Laxárdal ytra, lézt af slysförum þ. 29. júlí 1964. Fæddur var hann á Skíðastöðum á Laxárdal 2. febrúar 1913, sonur Magnúsar, fyrrum bónda á Herjólfsstöðum, Sigurðssonar, og konu hans Þórunnar Bjömsdóttur. Ungur fór hann að spila á eigin spýtur, vann á ýmsum stöðum í Skefilsstaðahreppi, á Skagaströnd vestur o. v. Árið 1943 reisti hann bú í Hvammkoti á Skaga og bjó þar til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.