Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 69

Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 69
GLOÐAFEYKIR 69 gamall missti hann móður sína og gekk þá stjúpa hans, Margrét Sigurðardóttir, síðari kona Helga, honum eftir það í móður stað. Arið 1907 reisti Helgi bú á Þorljótsstöðum í Vesturdal og bjó þar 3 ár, þá á Breið í Tungusveit 1910—1921, þá 1 ár í Sölvanesi og loks í Gilhaga 1922—1936, er þan hjón brugðu búi og fóru til dóttur sinnar, Helgu, og eiginmanns hennar, Sveins Guðmundssonar í Bjarnastaðahlíð; með þeim voru þau æ síðan, fyrst í Bjarnastaðahlíð, þá í Arnesi og loks í Laugarholti, eftir að Sveins missti við og Helga reisti þar nýbýli. Erlendur var tvíkvæntur. Árið 1907 gekk hann að eiga Guðriði Jónsdóttur, bónda í Bakkakoti í Vesturdal, Jónassonar bónda og læknis á Tunguhálsi, Jónssonar, og konu hans Helgu Hjálmarsdótt- ur; var Helga alsystir Guðrúnar, konu Sveiris Sigurðssonar, sjá Glóðaf. 1971, 12. h., bls. 65. Guðríður lézt 1912. Sonur þeirra er Stefán, skurðgröfustjóri, búsettur á Akureyri. — Síðari kona Erlends var Monika Magnúsdóttir, bónda í Gilhaga, Jónssonar bónda á írafelli, Ásmundssonar, og konu hans, Elelgu Indriðadóttur bónda á Irafelli, Árnasonar, en kona Indriða og móðir Helgu var Sigurlaug ísleifsdóttir. Þau Erlendur og Monika giftust árið 1915. Lifir hún mann sinn ásamt með einkadóttur þeirra hjóna, Helgu, húsfr. í Laugarholti á Neðribyggð. Erlendur Helgason var mikils vaxtar sem faðir hans, bar höfuð og herðar yfir aðra menn flesta, heljarmenni að burðum; vissu fáir afl hans, því að sjaldan mun hann hafa beitt því öllu. Hann var mikill myndarmaður og eftir honum tekið, hvar sem hann fór. — Hann var að jafnaði hægur í framgöngu og prúður í viðmóti, bráð- lyndur að vísu nokkuð og snöggur upp á lagið á stundum, en annars ljúfur í geði, léttlyndur og glaðsinna, barngóður með afbrigðum og einstakur dýravinur. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum, eindreginn samvinnumaður og vandaði þeim ekki alltaf kveðjurnar, sem öndverðir stóðu. En heill var hann og heið- ursmaður í hvívetna. Hjörtur Magnússon, bóndi á Herjólfsstöðum á Laxárdal ytra, lézt af slysförum þ. 29. júlí 1964. Fæddur var hann á Skíðastöðum á Laxárdal 2. febrúar 1913, sonur Magnúsar, fyrrum bónda á Herjólfsstöðum, Sigurðssonar, og konu hans Þórunnar Bjömsdóttur. Ungur fór hann að spila á eigin spýtur, vann á ýmsum stöðum í Skefilsstaðahreppi, á Skagaströnd vestur o. v. Árið 1943 reisti hann bú í Hvammkoti á Skaga og bjó þar til

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.