Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 58

Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 58
58 GLOÐAFEYKIR leika framan af árum og sundfær ágætlega, en gerðist feitlaginn og þungfær nokkuð er á leið ævi og innisetur tóku við. Yfirbragðið var frjálsmannlegt, lundiir létt. Hann var greindur í bezta iagi, fjöl- gefinn og listfengur, allra manna fyndnastur, viðræðusnillingur, gæddur einstakri frásagnargáfu. Hann var listaskrifari, teiknari ágætur og hefði vafalaust getað beitt sínu óviðjafnanlega skopskyni einnig á því sviði með eftirminnilegum hætti, ef iðkað hefði. Stefán Vagnsson var ágætlega skáldmæltur og Ijóðnæmur að santa skapi. Stuðlað mál og rímað lá itonum laust á tungu. Hann var svo hagur á form, að hættir voru honum allir tiltækir. Stökur hans hafa fjölmargar flogið um víða vegu. Miklu meira er þó hitt, bæði að vöxtum og gæðum, sem hann flíkaði ekki og hafði aðeins fyrir sjálfan sig. Þar var hann fastheld.nn langt um of, þ\ í að víst sat hann innar miklu á Bragabekk en margur sá, er nú yrkir á bækur. Stefán Vagnsson var góður gestgjafi. Hann laðaði menn að sér með glaðværð sinni og góðvild, enda gestkvæmt löngum á heimili þeirra hjóna. Þangað söfnuðust vinir og kunningjar og gamlir sveitungar. Og þar var oft glatt á hjalla. f n þótt kátína og kímni væri sá þátturinn í fari Stefáns, sem oftast bar hæst „á góðra vina fundi“, þá var hann ekki allur þar. lludir loguðu heitar tilfinningar og djúp alvara, þótt eigi sæi þess stað á ytra borði. Stefán var rót- gróinn sveitamaður að háttum og öllu eðli. Og vandfundinn hygg ég þann, er bera mundi hlýrri hug til ættbyggðar sinnar en hann. Stefán \7agnsson var ótæmandi brunnur fróðleiks, kímnisagna og gamanmála, og allra manna skemmtilegastur. Hann var trygglyndur og hjartahlýr og hverjum manni geðþekkur. Hann var einn sá maður, sem ekki líður úr minni. Þórey Sigmundsdóttir Hansen, húsfr. á Sauðárkr. lézt 2. nóv. 1963. Hún var fædd að Gunnhildargerði í Hróarstungu evstra 1. sept. 1886, dóttir Sigmundar bónda þar, Jónssonar, og konu lians Guð- rúnar Ingibjargar Sigfúsdóttur. Hún óx upp í foreldragarði allt til fullorðinsára í hópi fjölda myndarlegra systkina. Tók að sér barna- kennslu þegar eftir fermingu, og má á því marka hve efnileg hún hefur þótt. Þórey stundaði nám við mjólkurfræðiskóla Grönfeldts á Hvítárvöllum veturinn 1907—1908 og tók langhæst lokapróf sinna námssystra. Hún réðst þegar að námi loknu rjómabústýra að Gljúfur- áreyrum við Austurvatnabrú hér í Skagafirði og gegndi því starli sumarlangt. Fórst henni það vel úr hendi sem annað; var jafnan allt með miklum myndarbrag, það er hún tók hendi til. enda ágæt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.