Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 49
GLOÐAFEYKIR
49
beinsdal, Halldórssonar, og konu hans Jórunnar Andrésdóttur
bónda í Stokkhólma, Bjömssonar bónda á Valabjörgum, Ólafssonar,
en kona Andrésar og móðir Jórunnar var Herdís Pálmadóttir. Þau
fóru þegar að búa á Hjaltastöðum og bjuggu þar á móti jórunni,
móður Margrétar, er misst hafði mann sinn 1910, til 1919, þá í
Flugumýrarhvammi til 1921. A því ári dó Pétur í Stokkhólma,
ókvæntur og barnlaus. Þangað fluttu þau, Sigurður og Margrét,
keyptu jörðina og bjuggu þar 20 ár samfleytt. Árið 1941 keyptu
þau Hjaltastaði (/4 hl.) og fluttu þangað, en höfðu Stokkhólma
með til 1950. A Hjaltastöðum bjuggu þau svo óslitið allt þar til
Sigurður lézt. Lengstum bjuggu þau hjón stórbúi, bæði í Stokk-
hólma og á Hjaltastöðum, en hefluðu nokkuð seglin síðustu árin,
enda var þá Sigurður farinn að heilsu.
Böm þeirra hjóna eru 6: Þorsteinn, bóndi í Hjaltastaðahvammi,
Pétnr, bóndi á Hjaltastöðum, Hjalti, bóndi á Hjalla (Hjaltast. II),
Leifur, járnsmíðameistari og Halldór, gullsmiður og skartgripasali,
báðir í Reykjavík, og Jórunn, húsfr. á Frostastöðum. Margrét, móðir
þeirra systkina, dvelur hjá bömum sínum á víxl, en mest á Frosta-
stöðum, sem og Herdís, systir hennar.
Sigurður á Hjaltastöðum var mikill maður vexti og mikillar
gerðar. Hann var fölur yfirlitum og grannholda, stórskorinn nokkuð
og rúnum ristur og þó vel farinn í andliti, sviphýr oftast og hlýr í
viðmóti. Hann var frábær eljumaður og féll aldrei verk úr hendi,
afburðamaður um afl og atorku, enda gekk svo undan honum
einum, sem tveir væru að verki. Hann var hlédrægur og hægur í
fasi, manna stilltastur, geðljúfur og þó geðfastur, leitaði aldrei á
aðra en lét ekki undan fallast, ef á var sótt. Enda þótt Sigurður væri
oftar en hitt alvarlegur í bragði, \ar hann þó gleðimaður og undi
sér vel á gleðimótum, gat þá verið hrókur alls fagnaðar. Hann var
ágætlega greindur, hagorður vel en flíkaði lítt, launfyndinn og
skemmtilega glettinn.
Sigurður Einarsson hugsaði mikið um samfélagsmál, vildi sjálf-
ur brjóta hvert mál til mergjar, fráhverfur því að láta aðra hugsa
fyrir sig. Hann var félagshyggjumaður og umbóta, einlægur sam-
vinnumaður, skipaði sér jafnan þar í sveit sem betur gegndi og horft
var lengra en rétt um fætur fram. Hann var mikill manndómsmaður
og mannkosta.