Glóðafeykir - 01.11.1972, Blaðsíða 46
46
GLÓÐAFEYKIR
dóttur, bónda í Stokkhólma og á Starrastöðum, Sigurðssonar, en
móðir Margrétar og 3. kona Árna var Steinunn Arnórsdóttir prests
á Bergstöðum, Árnasonar biskups á Hólum, Þórarinssonar. Börn
þeirra Hallgríms og Iníönu eru 3: Andrés, bílstjóri í Reykjavík, Mar-
geir, kaupm. á Sauðárkróki og Guðrún, húsfr. í Hraunprýði við
Hafnarfjörð.
Hallgrímur Valberg var meðalmaður á vöxt og vel á fót kominn;
dökkur á yfirbragð og vel farinn í andliti. Hann var prýðilega gef-
inn, bókhneigður, vel að sér um margt, einkum í ættvísi og þjóðleg-
um fróðleik margs konar. Hann var traustur maður, öfgalaus í
orðum ,skilgóður og skrumlaus. Hann var samvinnumaður og rnörg
ár fulltrúi á aðalfundum K. S.
Sveinn Arngrimsson, f.v. bóndi í Hofstaðaseli, o. v., lézt þ. 7.
marz 1963. Hann var fæddur á Bjarnargili í Fljótum 19. júlí 1885,
sonur Arngríms bónda á Gili í Fljótum Sveinssonar, bónda þar,
Jónssonar, og konu hans Ástríðar Sigurðar-
dóttur.
Sveinn var einn í hópi fjölda systkina,
um 20 alls, og má af líkum ráða, að hann
hafi ungur orðið að fara að heiman og
vinna fyrir sér. Kom sér vel, að hann var
snemma orkumikill, duglegur og lagvirkur,
enda varð honum eigi ráðafátt. Laust fyrir
fermingu fór hann i vist að Brúnastöðum
í Fljótum og var þar til 16 ára aldurs, eftir
það á Hraunum o. v., unz hann aftur hvarf
að Brúnastöðum og fastnaði sér heimasæt-
una þar, Guðrúnu Jónsdóttur, bónda á
Brúnastöðum, Jónssonar bónda á Lundi í Stíflu, Einarssonar, og
konu lians Sigríðar Pétursdóttur bónda á Sléttu í Fljótum, Jóns-
sonar bónda þar og í Utanverðunesi, Ólafssonar. Þau giftust 1909,
fóru að búa á Brúnastöðum 1910 og bjuggu Jrar til 1928. Gekk bti
þeirra skjótt fram, enda bæði hyggin, atorkusöm og samtaka í bezta
lagi. Árið 1928 taka þau sig ujíp og fara byggðum að Ásgeirsbrekku
í Viðvíkursveit, búa þar 11 ár við góðan farnað, Jiá í Hofstaðaseli
1939—1941, brugðu þá búi, en dvöldu þar enn um sinn með syni
sínum og tengdadóttur, er tekið höfðu jörðina til ábúðar. Árið
1947 fluttu þau hjón alfari til Sauðárkróks og stundaði Sveinn
lengstum smíðar eftir það, meðan þróttur entist.
Sveinn Arngrimsson