Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 52
52
GLOÐAFEYKIR
deilur og lagði á það mikla stund að jafna alla misklíð með
friðsamlegum hætti. En ef eigi varð hjá því komizt að láta
sverfa til stáls, lögðu menn ágreiningsmálin ósmeykir undir úr-
skurð hans. Hann var réttsýnn og ágætur dómari og naut virðingar
og trausts í dómarasessi. Hann var hvort tveggja í senn, höfðingja-
djarfur og lítillátur — og fer hverjum valdsmanni vel. En hann var
ekki aðeins Sigurður sýslumaður, ekki aðeins yfirvaldið, hann var
líka Sigurður frá Vigur: gleðimaðurinn, hinn góði félagi, listamað-
urinn í meðferð máls og sagna, tilfinningamaðurinn, hinn örlyndi
geðbrigðamaður, er hlegið gat hæst af öllum, er svo bar undir, en í
næstu andrá klökknað yfir fögru kvæði. Og hann var alvörumaður-
inn, trúmaðurinn, sem varðveitti sína barnatrú og reisti lífsskoðun
sína á bjargi svo traustu, að bifaðist hvergi. Hins er svo eigi að
dyljast, að hann var ekki með öllu laus við þann lærdómsþótta, sem
stundum loddi við suma hina eldri latínu- og langskólamenn, og
því hætti honum til að líta smáum augum hina nýju alþýðumennt-
un.
Sigurður sýslumaður rækti embætti sitt af kostgæfni. Eigi að
síður átti hann áhugamál og hugðarehii utan og ofan við alla toll-
heimtu og dómarasýsl. Hann vann að ýmsum framfara- og menn-
ingarmálum í héraði, var t. a. m. einn af forgöngnmönnum að stofn-
un Búnaðarsamb. Skagfirðinga 1930 og sat í stjórn þess meðan hans
naut við í héraðinu. Þá var hann einn af hvatamönnum að stofnun
Sögufélags Skagfirðinga 1937, í stjórn félagsins alla stund og forseti
þess 1937—1948. Flins vegar var hann mótgangsmaður þess, mikils
ráðandi, að héraðsskóli væri reistur í Yarmahlíð; munu þar annar-
legar ástæður mestu hafa um valdið. Annars kom hann víða við.
Hann unni fornum fræðum og fögru máli. Sjálfur var hann orð-
listarmaður, ljóðelskur og ljóðhneigður, kostaskáld, þá sjaldan á
því tók. Mál hans gat sindrað og leiftrað af snjöllum líkingum,
þegar bezt lét.
Sigurður sýslumaður var góður meðalmaður á vöxt og svaraði
sér vel, beinn í baki, fríður sýnum. Hann var áhlaupamaður til
vinnu, en lét þess á milli lausan tauminn. Uppstökkur var hann
nokkuð og óbilgjarn á stundum, sem eigi er ótítt um geðbrigða-
menn, en sáttfús oftast. Hann gat verið manna skemmtilegastur,
enda sagnasjór, fyndinn, hugkvæmur — og hlýr, er að hjartanu kom.