Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 9
KRISTJÁN ELDJÁRN:
DAVÍÐ STEFÁNSSON SEXTUGUR.
(ErincLi flutt á sextugsafmœli skáldsins 21. janúar 1955.)
Þau fáu orð, sem ég mæli hér á þessari stundu, hefði ég
gjarnan viljað láta líta á sem rödd úr hópi hins mikla fjölda
vina og aðdáenda Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi.
Ég hefði viljað mæla fyrir munn hinna mörgu, sem í dag
mundu vilja til hans ná og votta honum þökk fyrir það, sem
liðið er, og ámaðaróskir fram á veg. Ég tala ekki sem skáld,
listamaður eða bókmenntafræðingur, heldur sem einn af
yður, háttvirtu áheyrendur, og er mér þó ljóst, að hver og
einn verður að ábyrgjast sín orð og einn getur naumast talað
hér fyrir alla, því að ekki er skáldið öllum hið sama og yfir
vofir sú hætta við tækifæri sem þetta, að maður verði per-
sónulegri í málflutningi en geðfellt er eða háttvíslegt á al-
mannafæri. Mér er ekki launung á, að ljómi leikur um nafn
Davíðs Stefánssonar í barnsminni mínu. Svartar fjaðrir man
ég einna fyrstar bóka í bókaskáp foreldra minna, og nafn
skáldsins var nefnt með þeim raddblæ, sem vakti hugboð um
eitthvað mikið og dularfullt. Þá heyrði maður og fyrst nefndan
bæinn Fagraskóg, sem ber hina glæsilegu landslagsmynd í
nafni sínu, en verður þó héðan af fyrst og fremst bókmennta-
sögulegt bæjarnafn á sama hátt og Hraun í öxnadal. Lands-
lagið er horfið úr þessum nöfnum, og í huga vorum taka þau
svip af mönnunum, sem gert hafa garðinn frægastan. Þetta
er hin helga jörð, þar sem vor eyfirzku þjóðskáld litu fyrst
dagsins ljós.
Davíð Stefánsson er sextugur í dag. Allir Islendingar búa
að einhverjum áhrifmn frá honum, ungir sem gamlir, en þó
mest sú kynslóð, sem nú er að komast á miðjan aldur, því
að hann á þátt í mótun hennar, kom sem ævintýri inn í