Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 46
42
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skirnir
og hinn ókunna höfund þess hörðustu áfellisorðum og það kall-
að „níðkvæði um ísland".1 Þótt Einar svaraði skelegglega,2
mæltist kvæðið víðast hvar illa fyrir. Og kvisast tók, hver ort
hefði, enda gekkst Matthias við þvi — með „yfirlýsingu“ í
4. tbl. Lýðs 5. nóv. 1888. En hann tók þetta svo nærri sér, að
hann bar þvi þarna við í upphafi, að kvæðið væri lagt í munn
persónu í leikriti, sem hann hefði i smíðum og héti „Idealisti
og realisti“, þar sem fram færi sókn og vörn um ólík viðhorf
og andstæðar lífsskoðanir, og önnur persóna væri þar látin
flytja fslandskvæði gagnstæðs efnis („bragarbót“ þá, sem
Matthías hafði þá birt í Lýð hálfum öðrrnn mánuði áður og
nánar getur hér í upphafi næsta þáttar). Aldrei kom þetta
leikrit fram, og ekki vék Matthías síðar að þessari skýringu
sinni, kvaðst láta aðra „ráða dómum sínum, en ég mun ráða
kveðskap mínum.“ 3 En það var skáldið í Matthíasi, sem hafði
ekið honum í þessar öngvar, og því var ekki nema sanngjarnt,
að skáldið ætti líka hlut að því að reyna að losa hann úr þeim
aftur. Og ekki er að furða, þótt á hann fengju dómar manna
um þetta fóstur hugarkvalar hans, slík andstæða sem það var
lífsstefnu hans og þess huga, er hann bar til ættjarðarinnar,
sem hann áreiðanlega unni og trúði á öllum löndum framar:
Fóstra, móðir, veröld vor,
von og framtíð gæða. -—-
Svo gjörólíkt var þetta skothenduljóð öðrum kveðskap hans
að efni og anda, að í öllum þeim býsnrnn, sem liggja eftir
þetta afkastamesta stórskáld fslendinga, mun t. a. m. ekki að
finna nema tvær skammavísur •— báðar fyrr ortar en hér
var komið — og ekkert, sem talizt gæti i ætt við hatursmál,
nema þá þetta kvæði. Það er undantekningin, sem sannar
1) Síðan var kvæðið einnig birt í Þjóðviljanum (13. sept. 1888) og
Jiað lastað.
2) Lögberg 28. nóv. 1888.
3) Að tilmælum Matthíasar birti Einar Hjörleifsson yfirlýsingu hans
úr Lýði í Lögbergi 2. jan. 1889 og gerði þar við hana sannfærandi athuga-
semdir af mikilli hógværð og háttvísi.