Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 41
Skímir Fyrsta Akureyrarár séra Matthíasar Jochumssonar
37
eyrarkirkju eftir 14 ára þjónustu, um aldamótin — er hann
hafði fyrstur Islendinga hlotið skáldalaun frá Alþingi — sagði
hann m. a.:
„Það er fárra færi að flytja félítill og með mikla fjölskyldu
í nýtt og óþekkt félag á hallandi ævi og ætla sér þó að fylla
sitt sæti og þiggja allra lof og þjónustu. Mín fyrstu ár vantaði
og ekki, að ég fyndi fyllilega til þess, hversu torveldara mér
varð hér að vinna hjörtun en mér auðnaðist það yngri — og
erfiðara að ná velvild manna og bróðurlegum trúnaði. Prest-
anna gullöld er löngu liðin . . . (En) vor viðskipti (hafa) orðið
því greiðari og viðfelldnari sem vér lengur áttum saman að búa.
Þess vegna óska ég helzt hér hjá yður og með yður bein mín
að bera. Ég hef margs að minnast og margt gott að þakka . . .
Ég og mínir höfum mikla hamingju og gleði og guðs varðveizlu
hingað sótt, og þér eigið mikinn hlut í þeirri gæfu okkar . . .
Ég tel til lítillar skuldar hjá yður, en ég og mínir stöndum í
stórskuld við yður, og meðan líf [s]stundir mínar vara, vil ég
ekki og mun ekki þeirri skuld gleyma, því það er elskunnar
skuld."1
En leiðin til þessarar hamingju og elsku lá um miklar þreng-
ingar. Margt olli Matthíasi vonbrigðum fyrir norðan fyrst í stað,
og er þegar vikið að því sumu. Almennur menningarhragur
var minni en hann hafði búizt við. Dræm var kirkjusókn, sem
verið hafði góð með Rangæingum, og sárt var að heyra renna
saman yfir hálfauðum bekkjum messusönginn og hófadyninn
frá skemmtiferðum bæjarbúa — og þó einkum skothvelli veiði-
1) Lbs. 2980, 8vo, ehdr. Matthíasar, nýlega komið í safnið vestan um
haf.
Mikið af stólræðum sinum gaf séra Matthías vini sínum Aðalsteini
Kristjánssyni rithöfundi frá Winnipeg með bréfi dags. á Akureyri 11. okt.
1915, þar sem hann getur þess, „að meginið af stólræðum, sem þóttu að
einhverju leyti taka öðrum fram, hefi ég gefið fólki, sem óskaði eftir að
eignast þær, enda teljast ræður presta sjaldan með ’literatúr' “ (prentað í
Lögbergi 16. des. 1926). Eftir lát Aðalsteins gaf Friðrik bróðir hans ræðurn-
ar Landsbókasafni, og þar eru þær í tveimur bögglum, Lbs. 2931, 8vo,
62 talsins (afh. 1949) og Lbs. 2980, 8vo, 35 talsins (afh. 1951). Ræðumar
eru bæði frá Reykjavík, Kjalarnesi og Odda, en langflestar frá Akureyrar-
árunum.