Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 62
58
Jón R. Hjálmarsson
Skírnir
haustið 1523 fengið Austlendinga til að játast undir Friðrik I.,
og hið sama fékk Vinsens Lunge Vestlendinga til að gera
vorið 1524. Noregur virtist því liggja opinn fyrir Danakon-
ungi og yfirráðum Dana fremur en nokkru sinni fyrr. En
skyndilega gjörbreyttist viðhorfið. f aprílmánuði 1524 kom
Ólafur Engilbertsson, hinn nýi erkibiskup, heim með vígslu
páfa og greip með styrk og einbeittni inn í rás viðburðanna.
Friðrik konungur hafði ætlað sér að þurrka Noreg út sem
sjálfstætt ríki með því að fá hina norsku ríkisráðsmenn til
að hylla sig eftir héruðum. En erkibiskup, sem jafnframt var
formaður ríkisráðsins norska, kallaði það þegar saman til
fundar í Björgvin sumarið 1524. Þar var Kristján II. fyrst
löglega settur af og Friðrik I. síðan kjörinn konungur Noregs
með handfestingu, sem ákvað og jók vald ríkisráðsins, tryggði
rétt innborinna aðalsmanna gegn erlendum og setti ströng
ákvæði um að verja kirkjuna gegn lúterskri villutrú.
Ríkisráðið krafðist og, að Vinsens Lunge, sem nú með
hjónabandi sínu var talinn norskur aðalsmaðm-, fengi Björg-
vinjarhús, að Ólafur Galle fengi Akurshús og Gauti Galle
Bóhús að léni. Þeir Ólafur og Gauti voru bræður og taldir
með fremstu aðalsmönnum, sem þá voru í Noregi, en norska
aðlinum hafði mjög hnignað um langt skeið og mikil brögð
að því, að danskir aðalsmenn væru látnir sitja fyrir inn-
bornum við embættaveitingar.
Þetta sumar dvaldist í Noregi Jón Arason, kjörinn Hóla-
biskup. Sem biskup átti hann sæti í ríkisráðinu norska og
var því með í ráðum, er ákvarðanir þessar voru teknar.
Annars átti hann fullt í fangi þetta sumar með að verjast
ákærum útsendara ögmundar Pálssonar. Sigraði hann þó í
þeirri viðureign, og vígði erkibiskup hann til Hóla 7. sept-
ember þá um haustið.
Vinsens Lunge hélt sem fulltrúi ríkisráðsins á konungs-
fund og fékk staðfestingu á sínu eigin lénsbréfi, en annars
fékk hann aðeins viðurkenningu á því, að hinn atkvæðalitli
Gauti Galle yrði höfuðsmaður í Akurshúsi. Ólafur erkibiskup
lét sér ekki þessi málalok lynda, og þegar Vinsens kom heim
og gerðist fylgjandi stefnu erkibiskups, taldi Ólafur ráðið