Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 49
Skimir Fyrsta Akureyrarár séra Matthíasar Jochumssonar
45
25 arkir komi ekki út næsta ár. Sé svo, að þér ekki viljið kaupa
blaðið, bið ég yður að láta mig vita það sem fyrst.
Oddeyri í september 1888.
Virðingarfyllst og vinsamlegast
Á Pétursson“ (e.h.).
Ekki kom til þess, að menn þyrftu að endurheimta and-
virðið, svo sem þá tólg eða þann harðfisk, sem skáldinu hefur
verið greiddur að ritlaunum, því að árgangurinn kom allur
út skilvíslega — og nokkuð fram á 2. árgang (til 2. febr. 1891)
—- og blaðið var hið fjölbreyttasta, skemmtilegasta og menn-
ingarlegasta, svo sem vænta mátti. Að ekki bagaði efnisþurrð
má m. a. marka af því, er yngri ritstjóri vikublaðs á Akureyri,
Jón Stefánsson, sagði síðar frá, að oft hefði Matthías komið
nær því daglega með grein, svo að vikuforðinn frá honum
einum myndi þá hafa gert miklu meira en fylla allt blaðið
— en Matthías látið gott heita, ef ein grein eftir hann kom
í hverju blaði, þótt hitt færi í súginn. Af svo miklu var hér
að taka.
f fyrsta blaði Lýðs eftir áramótin 1888 og 1889 birtust Ný-
ársljóð, þar sem þetta var m. a.:
Lyft þér, sál, meðan ljóma slær á tinda,
líttu mót rennandi sól;
líf fær hið andaða, birtu það blinda,
bundið fær athvarf og skjól.
Djúpið er sólbjart og dalirnir fyllast,
dauðinn varð lífinu að bráð.
Snú þér að Ijósinu, lát eigi villast:
Lífið er sigur og náð!
Þótt vitaskuld ætti margt eftir að ganga yfir á langri ævi
og enn hefði Matthías engan veginn til fulls samþýðzt þeim
nýju heimkynnum, sem hann átti síðar bezt á ævi sinni, var
hann þvi orðinn sáttari við tilveruna og huganum stefnt á
leiðir ljóss og lífs, þegar komið var að þeim tímamörkum, sem