Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 137
Skimir
Sigmund Freud
133
Breuer til mikillar furðu, að það einkenni hvarf um leið fyrir
fullt og allt. Eftir þetta tók hann upp þá aðferð að dáleiða
stúlkuna og láta hana rekja í dáleiðslunni atvik að því, sem
þjakaði hana í svipinn. Vakandi vissi hún venjulega ekkert
um þau, en þegar hún hafði verið dáleidd, vissi hún þegar,
að samband var milli hvers einkennis og einhverrar hðinnar
reynslu. Allt mátti rekja til þess tíma, er faðir hennar lá
banaleguna, einhverra atvika, er höfðu vakið hjá henni sára
geðshræringu, sem hún lét þó ekki á bera, heldur bældi niður
og þvingaði sig til að gleyma. 1 hvert skipti hafði hún þurft að
bæla niður einhverja athafnahvöt, af því að hún rakst á önn-
ur tillit, og sjúkdómseinkennið var nokkurs konar uppbót fyrir
hina ógerðu athöfn (eða athafnir, því að venjulega var um
ýmis svipuð atvik að ræða, er öll verkuðu í sömu átt). í dá-
leiðslunni var eins og stúlkan lifði þetta upp aftur, og þegar
tilfinningar hennar fengu um leið fulla útrás, hvarf ein-
kennið. Það var tilfinningaorkan, á meðan hún var niðurbæld
og leið hennar til meðvitundarinnar lokuð, sem hafði brotið
sér braut annars staðar og komið fram í líkamlegum einkenn-
um móðursýkinnar.
Hér var þegar bent á nokkrar grundvallarstaðreyndir, sem
sálkönnunin hefur enn að forsendum. 1 fyrsta lagi mikilvægi
tilfinningalífsins og baráttu andstæðra afla í sálarlífinu. I öðru
lagi, að þessi öfl gátu verið ómeðvituð og stríð þeirra haldizt
í óminnisdjúpinu án þess að mildast eða eyðast af tönn tímans.
Loks að sama aðferðin, sem notuð var til þess að rannsaka
sjúkdóminn, reyndist líka hafa læknandi áhrif á hann.
Breuer hafði ekki birt neitt á prenti um niðurstöður sínar,
en eftir að Freud hafði fengið þær staðfestar af reynslu sinni í
fjölda sjúkdómstilfella, rituðu þeir Breuer og Freud saman
bók um þessar rannsóknir, Studien Vber Hysterie, sem kom út
1895. Aðferðina nefndu þeir „Katharsis", sem þýðir hreinsim
eða útræsla innibyrgðra geðshræringa, og er hún enn í dag
mikið notuð, þó að vísu sé notagildi hennar takmarkað.
En um þetta leyti skildu leiðir með þeim Breuer og Freud.
Breuer var eiginlega lyflæknir og hvarf nú frá þessum rann-