Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 192
188
Ritfregnir
Skímir
inni Sefafjöll, hinni þriðju í röðinni frá hans hendi, sýnir hann, að því
ég hygg, nýja hlið gáfu sinnar, mikla aðlöðunarhæfni, og kemur þetta
fram í ljóðaþýðingum hans, sem eru annar og þriðji hluti bókarinnar.
Þar er mest kvæða Agnesarmessukvöld eftir John Keats, allur annar
hókarhluti, en það er einkum í irskum ljóðum í þriðja og síðasta hókar-
hluta, sem Þóroddur knýr hörpu sína í samhljóman við höfuðskáld eins
og Yeats og Thomas Moore. Honum leikur í hendi að sýna skemmtilegar
litaandstæður orðanna hjá Yeats
Á himinsins bláa boga
var blásið af pípara dátt,
svo dapurt blés áður enginn,
og aldrei var blásið svo kátt.
Eða hæga undiröldu saknaðar hjá Moore í breytilegu stefi kvæðisins
FerSin áfram:
Þótt förum, hjartað eftir er
hjá ýmsum, sem vér kvöddum —
og niðurlagið
svo vendum sjón að vænum hlyn,
þar vinir fyrir oss glöddu,
að öðlazt gætum endurskin
þess unaðs, sem vér kvöddum.
f Sefafjöllum og Fagnafundi eru skáldleg umbrot, sem vel geta bent
fram á leið, að Þóroddur gefi oss hrikafagurt kvæði fyrr eða seinna, enn
finnst mér orð og form of bundið. f ádeilustefi eins og Rósenbergshjónin
jafnhendir Þóroddur heldur ekki fullsterk, en hann skartar í prúðu stuðla-
lini á sinni óðalsjörð:
Jörð mín sé einnig yðar
óðal kærleiks og friðar. (Óðalsjörð)
Þess vegna verða líka erindin hlý og falleg, þegar hann minnist vina
og æskustöðva, en hugarfró skáldsins lýsir hann einatt vel og með snilli-
bragði í þessu erindi:
Mín augu gleður einungis þetta bleika blað
og blárra lína raðir, sem eiga að prýða það.
En fyrir hugarsjónum er fegurð hvítra sauða
og fjöll með gneypar brúnir og lyngmóana rauða.
L. S.
fslenzkt gullsmíði, Afmælisrit gefið út af skartgripaverzlun Jóns Sig-
mundssonar við lok hálfrar aldar starfsemi XXIX. okt. MCMLIV. Einka-
útgáfa, Hlaðbúð.
Af mikilli ræktarsemi við minningu föður sins hefur Ragnar Jónsson