Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 86
82
Halldór Halldórsson
Skírnir
að hefja sókn til þess að knýja fram samræmingu framburðar
og stafsetningarbreytingar. Ég minnist þessarar bókar hér sér-
staklega vegna þess, að þær raddir um samræmingu fram-
burðar, sem áður var vikið að, eiga að verulegu leyti rætur
að rekja til fyrirlestrarins og annarra áhrifa dr. Björns Guð-
finnssonar. Honum var samræmingin hjartfólgið mál, og
hann var ötulasti forvígismaður hennar. Ég vík síðar í þessari
grein að samræmingartillögum dr. Björns.
Margar menningarþjóðir hafa lagt út á þá braut að sam-
ræma framburð. Er því rétt að athuga, hver nauður hefir
rekið þær til þess. Til slíkra ráðstafana hefir þó sjaldnast verið
gripið af hugsjónaástæðum, heldur af hagnýtum sökum. Sam-
ræming framburðar er víðast hvar aðeins þáttur í miklu víð-
tækari ráðstöfunum eða þróun í málfarslegum efnum. Ég á
við sköpun sérstaks ríkismáls. Ríkismál innan einstakra þjóð-
félaga hafa orðið til og þróazt með ólíkum hætti. En segja
má, að víðast hafi þau orðið til af félagslegri nauðsyn. Mál-
lýzkumunur er svo mikill innan margra þjóðfélaga, að fólk
úr ólíkum byggðarlögum á erfitt með að skilja hvert annað,
og oft og einatt er munurinn svo víðtækur, að andlegt sam-
neyti er óhugsanlegt. Það er þessi gagngeri mállýzkumunur,
sem er undirrót sérstakra ríkismála og þá jafnframt sam-
ræmingar framburðar. Stundum hafa ríkismál orðið til á þann
hátt, að einhver sérstök mállýzka hefir orðið mál alls þjóð-
félagsins. Stundum hefir það verið mállýzkan, sem töluð hefir
verið í höfuðborginni og næsta umhverfi hennar. En mörg
önnur atriði, sem hér eru ekki tök á að ræða, hafa haft áhrif,
svo sem áhrif tiltekinna stétta eða stofnana, sem mikils hafa
mátt sin. Ríkismálið er kennt í skólum og notað í öðrum
menningarstofnunum ríkisins, t. d. leikhúsum. Auðvitað er
ekki amazt við því, þótt fólk haldi áfram að nota sína mál-
lýzku við dagleg störf í heimahögum. Nægilegt er, að það
kunni ríkismálið og noti, ef þörf krefur. Mjög hefir það
tíðkazt, að rithöfundar hafi samið verk sín á ríkismáli fremur
en mállýzku þeirri, sem þeir lærðu í bemsku. Ríkismálin
eru þannig oft auðugri að bókmenntum en mállýzkurnar.