Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 160
156
Yngvi Jóhannesson
Skírnir
Dostojewskis og Ibsens og ýmislegt um skáldskap almennt. Þá
fjallar hann víða um skapgerðarfræði og þróun siðferðis, menn-
ingar og trúarbragða. Hefur áður verið minnzt á ritið Totem
und Tabu, en hið síðasta rit hans um þessi efni er Der Mann
Moses und die monotheistische Religion, sem er um Móses og
uppruna eingyðistrúarinnar hjá Gyðingum í fornöld. Álítur
hann, að Móses hafi verið Egypti af háum stigum eða prestur,
sem hafi gerzt foringi Gyðinga og kennt þeim eingyðistrú
Ikhnatons, eftir að þessi faraó og hin nýju trúarbrögð hans
voru liðin undir lok með Egyptum. Freud setur þetta að sjálf-
sögðu fram sem tilgátu, en styður hana með skemmtilegum
lærdómi og skarpskyggmnn rökum.
Það lætur að líkum, að stefna eins og sálkönnunin, sem
er í eðli sínu hlífðarlaus sannleiksleit og afdráttarlaus hrein-
skilni, njóti ekki mikillar hylli, þar sem ríkir andlegt ófrelsi
eða þröngsýni. Á þriðja tug aldarinnar hafði sálkönnunin náð
töluverðri fótfestu og viðurkenningu í Þýzkalandi, og má segja,
að hámarkinu væri náð 1930, er Freud hlaut Goetheverðlaun
Frankfurtborgar. En við valdatöku Hitlers var blaðinu snúið
við, og bætti þá ekki úr skák, að Freud var Gyðingur. Voru
rit hans nú fordæmd og jafnvel brennd í Þýzkalandi. Og þá er
Nazistar sölsuðu undir sig Austurríki 1938, biðu þeir ekki boð-
anna með að gera upptæka bókaútgáfuna Internationaler
psychoanalytischer Verlag í Vín og eyðileggja upplögin, en
sjálfur varð Freud í rauninni fangi á heimili sínu, og um
eigur hans var farið ránshendi. Óttuðust vinir hans um líf hans
og reyndu að koma honum úr landi. Tókst að lokum að fá
fararleyfi fyrir Freud og fjölskyldu hans, og fluttist hann nú
í elli sinni til Englands og settist að í London. Var honum þar
vel tekið og þegar veittur brezkur borgararéttur, en frægasta
vísindafélag Breta, Royal Society, gerði hann að heiðurs-
félaga.
En nú átti hinn aldraði vísindamaður skammt eftir. Allt frá
1924 hafði skuggi dauðans raunar hvílt á honum, þar sem
hann þjáðist af krabbameini í efri góm, sem ekki reyndist unnt
að lækna að fullu, þótt það væri margskorið og geislað. En þó
fékkst langur frestur, og bar Freud sjúkdóminn eins og hetja