Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 104
100
Richard Beck
Skirnir
Skyggnist ég um sker og eyjar,
skrautlegt veit þar safn.
Söngvar og sagnir
sindra’ um hvert eitt nafn.
— Skrúður og Drangey og Draumasker.
Hugur hver, sem Island elskar,
unir bezt við fjöll.
Frostköld og funheit
fegrar hann þau öll.
— Kötlu og Heklu og Helgafell.
Fagurt vitni ber séra Jónas A. Sigurðsson ættjarðarást sinni
í sonarlegu og ómþýðu kvæði sínu Nú er sóley í varpanum
heima. Hins sama eru fjölmörg dæmi í kvæðum annarra
vestur-íslenzkra skálda. Loks má á það benda, að svo sterk
ítök á Fjallkonan í hjörtum barna sinna vestan hafs, að sonar-
og dætursynir hennar, fæddir þeim megin hafsins, eins og
Guttormur J. Guttormsson (bæði áður og eftir að hann heim-
sótti ættjörðina) og Páll Bjarnason, yrkja til hennar lofkvæði,
þrungin djúpum ræktarhug og aðdáun. Um Pál má bæta þvi
við, að hann hefir aldrei til Islands komið.
Jóhann Magnús Bjarnason sagnaskáld hafði dvalið full 70
ár vestan hafs, er hann lézt (1945). En þó að hann færi
ungur að aldri af Islandi, urðu honum, sem öðrum heima-
öldum löndum hans vestan hafsins, ljúfar minningar frá
æskuárunum ríkar í huga til daganna enda, eins og sjá má
mörg merki um í ritum hans og þá eigi síður í bréfrun hans.
1 einu þeirra, til góðvinar hans, Eyjólfs S. Guðmundssonar
í Tacoma, Washington, en þeir skrifuðust á í nálega 40 ár,
segir hann meðal annars (28. marz 1930):
„Maður á ávallt angurblíðar minningar frá æskuárunum,
sem maður vill hlúa að og má ekki gleyma, jafnvel þó þær
veki sársauka og trega í hjartanu. — Ég man vel eftir litlum
hvammi við Lagarfljót í Fljótsdalshéraði, þar sem ég eitt
sinn grét fögrum tárum, átta ára gamall drenghnokki. Sá
hvammur er í huga mínum bjartasti bletturinn á jarðríki.
Og ef einhver kunningi minn færi um þær slóðir í sumar, þá
mundi ég biðja hann að taka ljósmynd af þeim dýrðlega