Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 218
214
Ritfregnir
Skimir
við svo að segja á armarri hverri síðu i öllu ritinu. 1 hverju er þessi krafa
eða lögmál viðfangsefnisins fólgið? „1 hverju viðfangsefni, leik, námi,
starfi er fólgið lögmál, sem fullnægja verður, ef fullgild lausn á að nást.
Skilningur starfandans á þessu lögmáli og lotning hans fyrir þvi eru
skilyrði þess, að hann leggi sig af alefli fram við verkið“ (bls. 51).
„Þroskandi áhrif uppeldisins eru því háS, aS menntþeginn finni ■— af
sjálfsdáSum eSa fyrir leiSbeiningu menntgjafans — viSfangsefniS, sem
altaki hug hans, svo aS hann lúti hlutrœnu lögmáli þeirra skilyrSis-
laust“ (bls. 94). Og enn: „En öllum viSfangsefnum er sameiginleg sú
nauSsyn, aS lausnin samrœmist eSli þeirra. ÞaS er hin algilda krafa viS-
fangsefnisins“ (bls. 91).
Réttilega tekur höfundur fram, að nemandinn hefur mestan áhuga á
því námi, sem hann rækir af eigin hvöt, hann keppir fastast að þeim
markmiðum, sem hann hefur sjálfur sett sér. Slik markmið eru honum
eftirsóknarverð, hann finnur gildi þeirra. En sá, sem vill komast fram
að markmiðinu, verður einnig að vilja fara leiðimar, sem að því liggja.
Þannig fer „frjáls athöfn viljans" ekki í hág við þá hlutlægu ögun, sem
glíman við viðfangsefnið veitir. 1 VII. kaflamnn, Jákvœtt og neikvætt
viShorf, er lögð enn frekari áherzla á nauðsyn þess, að kennslunni sé
hagað í samræmi við athafnahneigð og hæfileika barnsins. Kennarinn
verður að finna hæfileg viðfangsefni handa hverjum einstakling á hverju
þroskastigi: „LeiSarstjarna kennarans á þessum torrœSa vegi er lifandi
athafnahneigS nemandans eins og hún birtist í sérhneigSum hans og hœfi-
leikum á hverju aldursskeiSi“ (bls. 104).
Seinni hluti þessa bindis, Drög aS kennslufrœSi bóknáms, skiptist í
fimm kafla, sem bera heitin: Gáfnafar og námsháttur, AS gleyma sér
viS námiS, MóSurmálsnám, Sveigjanlegt kennslukerfi, Samfellt nám.
Þessi drög að kennslufræði bóknáms eru almenns eðlis, fjalla ekki um
kennslufræði sérstakra námsgreina, með einni undantekningu þó: kaflan-
um um móðurmálsnám. Höfundur víkur hér oft í öðm sambandi að þeim
meginhugmyndum, sem lýst er í fyrra hluta ritsins og deilir jafnframt
á ýmsa þá kennsluhætti, sem hér tíðkast í skólum (höf. hefur einkum
framhaldsskóla í huga), og honum virðast ærið steinrunnir. Margir
þessara galla eru augljósir. T. d. er litill vafi á þvi, að næsta torvelt
er fyrir bekkjarkennara að haga kennslunni svo, að hún sé við hæfi
allra nemenda, einkum þegar þeir eru mjög misjafnir að námsgetu.
„Strit kennarans að halda bekknum saman, að tala ávallt þannig, að
hver nemandi skilji orð hans og fræðist af þeim, ber oft þann árangur
einn að halda aftur af þeim gáfuðustu og ýta þeim tregustu áfram tun
of“ (bls. 114). Nemandinn verður að fá svigrúm og frjálsræði til að
sníða námshátt og némshraða við sitt hæfi. Rendir höf. á þýðingu heima-
náms í þessu sambandi. En hver háttur sem á er hafður, er aðalatriðið
það, að nemandinn skilji og tileinki sér námsefnið, glimi sjálfur við verk-
efnin, en læri ekki lausnir kennarans á þeim umhugsunarlitið. Námið