Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 175
Skímir
Schiller og Island
171
þarf til að brjóta mótið, svo að klukkuna ei saki — líkt og í
lífi þjóðanna. Klukkan er nú fullsteypt og vígð og á að fylgja
svipulum ævileik mannsins, en er sjálf eins og ævarandi
her stjama, er lofar guð sinn á helgri göngu um himingeim-
inn, og hljómar hennar eiga að vera rödd af himnum ofan
og tengja mennina saman í sátt og eindrægni.
Af leikritum Schillers eru fjögur talin til meistaraverka
hans, Wallenstein, um atburði úr þrjátíu ára stríðinu, Mari.a
Stúart, um hina ógæfusömu Skotadrottning, Mærin frá Or-
leans, er hann samdi næsta ár á eftir Maríu Stúart, og BruS-
urin frá Messína, er hann samdi í anda Sophoklesar um efni,
er hann bjó til sjálfur, um syndir og sekt, er lokaerindi þessa
leikrits lýsa bezt: Lífið er ei æðst af öllum gæðum, en sekt er
verst af öllu illu á jörðu.
Schiller varð frægur um allt Þýzkaland í lifanda lífi, og
þýzk leikhús kepptust um að sýna leikrit hans. Frægð hans
barst víða um heim, einnig til íslands. Það er gaman að sjá,
að fyrst virðist minnzt á Schiller í íslenzkum bókmenntum í
GrasaferS Jónasar Hallgrímssonar. 13 ára piltur leiðir 15 ára
frænku sína í grasaleit, og hann er að ræða við hana um
skáldskap, og Jónas lætur drenginn fara með þýðingu sína
á Meyfargráti, og litla stúlkan verður kafrjóð og segir: Þú
átt gott að geta skilið þjóðverskuna, og það væri vel gert af
þér að kenna mér dálítið líka. Mér er kvöl í að skilja ekkert
af því, sem þeir hafa gert, hann Schiller og aðrir á Þjóð-
verjalandi.
Það er þó ekki fyrr en rúmum þrjátíu árum eftir, að Schiller
dó, að íslenzk skáld taka að þýða ljóð eftir Schiller. Grímur
Thomsen þýddi Alpaskyttuna, er kom út í Fjölni 1838, og
Jónas Hallgrimsson þýddi Dagrúnarharm, Alheimsvíðáttuna
og Meyfargrát, er öll komu út í Fjölni 1843, og kunna flestir
íslendingar enn þetta síðastnefnda kvæði:
Dunar i trjálundi, dimm þjóta ský,
döpur situr smámeyja hvamminum í;