Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 129
Skírnir Hvar var Snorri nefndur höfundur Heimskringlu? 125
höfund nefnt, en af því leiðir að hvorki Chr. P. né Mattis
Storsson gátu neitt um hann vitað. Enn fremur liggur þá í
augum uppi hvaðan P. Cl. kom vitneskjan um að Snorri væri
höfundur Hkr., og þarf engin heilabrot um það að hafa, eins
og Storm gerði; en hann komst í vanda að skýra það, vegna
þess að hann gerði ráð fyrir að útdrættir Chr. P. væru runnir
frá sama handriti og þýðing P. Cl.1
1 útgáfu Worms á þýðingu P. Cl. er aðeins tekinn upp fyrri
hluti Hkr.-formálans. Storm hefur fært að því rök að þessi
kafli sé ekki úr þýðingu P. Cl., heldur eftir þýðingu Laurents
Hanssons, og formálann muni því hafa vantað í þýðingu P.
Cl.2 Þess vegna sé allt óvist um formálann í handriti P. Cl.
og ekki að vita hvort hann hafi nefnt nokkurn höfund; formál-
ann hafi ef til vill vantað í handritið. Við þetta er þó sitthvað
að athuga. 1) öruggar heimildir eru um að P. Cl. vissi að
Snorri var höfundur Hkr., eins og áður er bent á. 2) Vafasamt
virðist að formálinn hjá Worm sé eingöngu prentaður eftir
formála L. H., því að orðalag er víða allmjög frábrugðið, þó
að efalaust sé um rittengsl, þar sem Worm hefur tekið upp
sumar viðbætur og villur sem runnar eru frá L. H. sjálfum.
3) Aðrar líkur benda til þess að Worm hafi þekkt formála
að þýðingu P. Cl. í Noregslýsingu P. Cl., sem Worm gaf út
1632, vitnar Worm á bls. 167 í „Fortalen paa Snore Sturle-
sons Norske Chronicke“ (í athugagrein við ummæli höfundar
um Ara fróða). Með þessu á hann sennilega við þýðingu P. Cl.,
sem hann var þá búinn að fá í hendur. Enn fremur tekur Worm
upp aðalefni síðari hlutans af Hkr.-formálanum í formála sinn
við útgáfuna á þýðingu P. Cl. I þessum kafla er greinilegt að
ekki er farið eftir þýðingu Laurents Hanssons, og er um það
nóg að nefna eftirfarandi dæmi: Hjá L. H. (bls. 7) stendur:
„effter beretning Odtz kolsens, halssen aff Agdeside“ (=eptir
spgu Oddz Kolssonar, Hallzsonar af Síðu, Hkr. I 7), en hjá
Worm (bl. (b)2v): „efter Odkels Forsagn. Denne Odkel var
Hals Son aff Side“.
Af þessum rökum þykir mér sennilegast að þýðing P. Cl.
1 Sjá Arkiv I 59—61; II 334—35.
2 Sjá Arkiv I 54—59.