Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 14
10
Kristján Eldjám
Skírnir
sköpun úr óskapnaði. Þetta hefur Davíð gert, böm samtím-
ans hafa þekkt sjálf sig í skáldskap hans, jafnvel hin ólíkustu
þeirra, því að hann er ekki á einn streng leikinn. Þetta mun
vera hin dýpsta orsök hinna fágætu vinsælda, sem Daviðs-
ljóð hafa alltaf notið. Listamaðurinn hefur gefið mál þeim
geðhrifum, sem samtíminn fann, en gat ekki orðað.
1 fjölbreytileik sínum bregzt Davíð í hin ólíkustu gervi.
Sagt er, að honum fari þau ekki öll jafnvel, en alltaf em
þau skörulega borin. Vant er um að dæma, hvar hann er
mestur, hvað lengst muni lifa ljóða hans. Þó mun það naum-
ast ofmælt, að hann sé framar öllu ljóðrænt skáld, hið ljóð-
ræna sé frumtónninn í list hans og komi beinastan veg frá
hjarta hans. 1 hreinni lýrik hefur hann komizt hverju is-
lenzku skáldi lengra, þar sem honum tekst bezt, og sum lýrisk
smákvæði hans eru einstök að listfengi, yndislegir streng-
leikar, látlausir og einfaldir og sterkir í einfaldleik. 1 öðrum
og oftast fyrirferðarmeiri kvæðxnn kynnumst vér öðrum hlið-
rnn. f skáldinu býr jafnt húmoristi sem alvörumaður, enda
eru þessir tveir skyldari en margur hyggur og hvor öðmm
gagnlegir til dýptar og fyllingar. Hitt kann að koma undar-
legar fyrir sjónir, að annan sprettinn er hann hinn mikli
lúðurþeytari frjálsra tilfinninga, ásta og lífsnautna og virðist
vilja segja fornum dygðum stríð á hendur, en er áður en
varir orðinn vandlætari lýðsins, sem hirtir samtíð sína ómjúk-
lega fyrir fráhvarf hennar frá feðranna brautum. Hann
þráir að blanda geði við fólkið í byggðunum, en er þó einn
á fjöldans vegi, einmaninn, sem skyndilega kveður kóng og
prest til þess að vera einn með sjálfum sér. Hann er far-
maðurinn, sem kemur og fer, siglir þöndmn seglum um
heimsins höf, en imdir þiljum er hin ramma kjölfesta af
bergi heimabyggðar og ættarlands. Davíð er rammíslenzkur
og gagnþjóðlegur, menntaður á heimsins hátt, en íslenzkur
bóndi öðrrnn þræði, manngerð, sem reynzt hefur íslenzkri
menningu gagnsamleg imi aldir. Því hefur hann orðið þjóð-
skáld, skáld íslands, að hann var um leið heimsborgari, og
því átthagaskáld, að hann var um leið skáld alls landsins og
alls, sem íslenzkt er. Þess er ljúft að minnast, hvílíkur holl-