Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 65
Skírnir
Síðasti erkibiskupinn í Niðarósi
61
ágirnd og ófyrirleitni í ýmsum erfðamálum og fleira, sem
spillt hafði samvinnu þeirra og vináttu. En það, sem erki-
biskupi hafði líkað verst, var, að Vinsens tók að aðhyllast
Lúterstrú og stuðla að úthreiðslu hennar á Vesturlandinu.
Friðrik konungur var, áður en mál Dalajungkerans kom til,
orðinn vel fastur í sessi í Danmörku og var því staðráðinn í
því að auka áhrif sin og völd í Noregi, er tækifæri gæfist.
Hann var auk þess vinveittur Lúterstrú og studdi fúslega
útbreiðslu hennar í ríkinu, þótt ekki léti hann mikið á því
bera. Til þess að tryggja yfirráð sín í Noregi leitaðist hann
um fram allt við að koma Ólafi Galle frá emhætti sínu á
Akurshúsi. Árið 1526 hafði hann kallað Ólaf erkihiskup og
nokkra aðra norska ríkisráðsmenn til sameiginlegs herradags
í Óðinsvéum. Enginn þeirra hafði farið, svo að herradaginn
sátu aðeins danskir aðalsmenn. Þar munu þeir því hafa
ráðgazt um, hversu auka mætti dönsk áhrif í Noregi. Og
víst er, að snemma á árinu 1527 hófust framkvæmdir í
þessa átt, með því að konungur sendi stallmeistara sinn Níls
Jepssen með herskip og herlið til Noregs. Á yfirborðinu var
látið í það skína, að herlið þetta ætti að berja á útsend-
urum Kristjáns II., sem ráku sjóhernað við Noregsstrendur.
Brátt kom þó í ljós, að annað bjó undir.
Verkefni leiðangurs þessa var, sem sé, að setja Ólaf Galle
frá embætti sínu. Gekk það betur en búizt hafði verið við,
því að ekki dró til bardaga. Beittu Danir bragði, sem vel
hafði dugað fyrr í viðskiptmn við norska höfuðsmenn í
Akurshúsi, en það var að lofa griðum og lokka hann þannig
út til viðræðna. Ólafur Galle gekk í gildruna og var þegar
í stað tekinn höndum og sviptur embætti. Sakir fyrirbæna
norskra ríkisráðsmanna var honum þó fljótlega sleppt og
veitt nokkur smálén í sárabætur.
Höfuðsmaður á Akurshúsi var nú skipaður danski aðals-
maðurinn Mogens Gyldenstjeme. Nokkrum mánuðum síðar
var Bóhús veitt öðrum dönskum aðalsmanni, Klaus Bille.
Hann gaf kröfum Norðmanna engan gaum og hélt léni sínu
í skjóli danska ríkisráðsins. Vinsens Lunge sat í Björgvinjar-
húsi og beið þess, sem verða vildi. Þótt hann væri danskur,