Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 34
30
Sir Richard Paget
Skírxiir
En fæðusöfnun á frjósamri og vel vökvaðri jörð hefði vitanlega
getað leitt af sér árlega uppskeruvinnu og að þeir hættu að
reika um, en hefur að hinu leytinu valdið auknum fólks-
fjölda í landinu og skerpt gáfur Palestínumanna, eins og
fæðuþröng hefur líklega skerpt gáfur hellaristaranna í Evrópu.
— Maurar og hvítmaurar höfðu safnað sér fæðu og ræktað
húsdýr um áramilljónir, áður en maðurinn tók að verða til.
En þótt uppgötvun orðamáls hafi valdið róttækum breyting-
um á lífsháttum mannsins og gefið honum vald yfir umhverfi
sínu, spillti það ekki hæfileikum hans til að tjá sig með lát-
bragði. Það hljóta til dæmis að hafa verið stundum þau skil-
yrði fyrir hendi, að þögullar tjáningar var þörf. Þannig lýsir
Walter E. Roth, að frumbyggjar Ástralíu, sem hann rann-
sakaði, bönnuðu allt samtal, þegar þeir voru á veiðum; þá
voru þeir vanir að gera sig skiljanlega með bendingamáli. Þeir
notuðu líka bendingamál við ýmis tækifæri, þegar þögn var
boðin. Roth hefur teiknað um 200 myndir af táknum þessa
máls.26)
Hinir ólíku ættflokkar Indíána í Norður-Ameríku, sem hver
talar sitt tungumál, notuðu sérstakt „allsherjar“mál, þegar
þeir hittu menn annarra ættflokka á vísundaveiðum á sléttun-
um. Nú hefur enska komið í stað þessa máls. — Þetta tákn-
mál er mjög líkt táknmáli áströlsku frumbyggjanna, sum
táknin eru raunar eins. Aðgengilegasta lýsing þessa táknmáls
hinna norður-amerísku Indíána hefur William Tomkins frá
San Diego gert27), en hann lýsir og sýnir myndir af um
800 táknum. Eins og Ástralíumenn hafa Indíánar Norður-
Ameríku bannað talmál við sum hátíðleg tækifæri. Það er
ekki lengra síðan en 1935, að konur í rússnesku Armeníu
máttu ekki tala við karla (jafnvel ekki syni sína eldri en átta
ára) og notuðu venjulega táknmál. Mér voru sýnd nokkur
þessi merki í vísindaakademíu Leningradborgar það ár. Tákn-
mál er notað í helgisiðum í Vetus Disciplina Monastica, sem
birt var í París 1726. Þá var munkunum bannað að tala, en
þeir gátu auðveldlega gert sig skiljanlega hver öðrum með
þessu táknmáli.
Um notkun talmáls og patmáls saman hefur prófessor A. P.