Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 59
Skírnir
Síðasti erkibiskupinn í Niðarósi
55
leik á borði að komast til valda í landinu og nú sé Noregur
undir danskri stjórn. Hinum dönsku herrum hafi ekki nægt
löglegir skattar, en látið greipar sópa um allt, er kló á festi.
Þannig hafi þeir sífellt gert þjóðina fátækari til þess að
auka völd sín.
Konungamir séu ekki lengur landsfeður, sem leitist við að
auka vinsældir sínar hjá fólkinu, heldur hrokafullir harð-
stjórar, sem fyndu styrk í því að halda þegnunum sem fátæk-
ustum. Eigi vilji þeir lengur halda þing, þar sem fólki gefist
kostur á að láta til sín heyra og bera fram tillögur um betra
stjórnarfar. Og auk alls þessa sé það höfuðböl Norðmanna,
að Danir séu nú herrar á hafinu.
Siglingum Norðmanna hefði hrakað og norskum hæjum
þess vegna hnignað svo mjög, að til dæmis hinn forni Niðar-
ósskaupstaður sé nú vart meir en þorp eitt.
Sem fyrr segir, bendir margt til þess, að Ziegler hafi þessa
vitneskju frá Ölafi Engilbertssyni, og ef það er rétt, gefur
það glögga hugmynd um skoðanir hans á stöðu Noregs undir
Danakonungi og stuðlar að því að skýra stefnu þá, er hann
tók sem erkibiskup og þá um leið formaður ríkisráðsins norska.
Eftir að Ölafur Engilbertsson kom heim til Noregs árið 1515,
tók hann þegar sæti í dómklerkaráðinu í Niðarósi, og síðar
sama ár skipaði páfinn hann formann ráðsins. Skipun sú
var samkvæmt kosningu dómklerkanna og sýnir, að þegar
hefur Ólafur notið mikils trausts stéttarbræðra sinna. Lítið
er kunnugt um hann á þessum árum annað en það, að hann
starfaði af alhug að málefnum kirkjunnar. Gegndi hann og
margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir erkibiskupinn. Mikinn
þátt átti hann í undirbúningi hinnar nýju messusöngbókar,
sem prentuð var í París 1519 og er þannig fyrsta norska
bókin, sem á prent kom.
Erkibiskup setti og Ólaf umboðsmann sinn, er hann lagði
upp í Rómarför til að bera fram ákærur sínar á hendur
Kristjáni konungi II. við páfann. I för þeirri andaðist erki-
biskup, og aðeins fjórum dögum eftir, að fregn sú hafði borizt
til Niðaróss, kaus dómklerkaráðið einróma Ólaf Engilbertsson
til eftirmanns hans 30. maí 1523. Samsumars lagði hann upp