Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 152
148
Yngvi Jóhannesson
Skimir
Einkum hafði Jung, sem var feikna duglegur og stórgáfaður
maður, mikinn áhuga á sálkönnun. Honum og Bleuler varð
brátt ljóst, að mörg tilfelli af geðveiki má skýra að miklu leyti
á grundvelli sálkönnunarinnar, og lögðu þeir þar ýmislegt til
málanna, einkum hinar snjöllu túlkanir Jungs á fyrirbærum
hugklofasýkinnar (Schizophrenie).
Upp úr þessu fór mjög að aukast áhugi á sálkönnun, og
fjöldi lækna víða um lönd fór að kynna sér hana og læra. En
jafnframt jókst andspyrna og árásir, og var mikið deilt um
kenningar Freuds, ekki sízt í Þýzkalandi, þar sem hann hefur
sennilega vænzt meiri skilnings en annars staðar, þótt hann
yrði fyrir vonbrigðtun um það. En allri andspymu og óvild
tók hann með meira jafnaðargeði vegna þess, að hann gerði sér
ljóst, að hennar var raunar að vænta. Það voru ekki sefa-
sjúklingamir einir, sem höfðu bælt með sér það, sem þeir vildu
ekki vita. Hjá menningarþjóðumun hefur lengi ríkt svo mikill
feluleikur hið innra sem ytra, alls konar yfirdrepsskapur og
óheilindi, einkum um margt það, sem kynlífinu kemur við, að
menn blátt áfram hræddust sálkönnunina og þoldu ekki hrein-
skilni hennar. Er það algeng afstaða enn í dag.
Mótspyrnan varð hins vegar til þess að þjappa betur saman
þeim hópi, sem smám saman fylkti sér um Freud og kenningar
hans. Héldu nokkrir þessara manna fund í Salzburg 1908, og
var þar meðal annars ákveðið, að halda svipaðar ráðstefnur
við og við. Jafnframt stofnuðu þeir fyrsta tímaritið um sál-
könnun, sem Jung var ritstjóri að, og kom það út í nokkur ár
undir yfirstjórn Freuds og Bleiúers. Annað þing sálkönnuða
var haldið í Nurnberg 1910, og var þá að uppástungu ung-
verska læknis S. Ferenczi stofnaður alþjóðlegur félagsskap-
ur sálkönnuða, sem er enn starfandi, með deildum í ýmsum
löndum. Brátt fóru og að koma út fleiri tímarit, er fjölluðu um
sálkönnun á öðrum sviðum og af víðara sjónarhóli en læknis-
fræðinnar.
Árið 1909 var þeim Freud og Jung boðið til Ameríku til
þess að halda nokkra fyrirlestra um sálkönnun við Clark Uni-
versity í Worcester. Hélt Freud þar 5 kynningarfyrirlestra,
sem þýddir hafa verið á mörg tungumál. Honum var vel