Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 120
116
Richard Beck
Skímir
séu blædd í fegurstan orðabúning í lokalínunum í hinu stór-
fellda kvæði Stephans G. Stephanssonar BrœSrabýti:
Það er ekki oflofuð samtíð,
en umbætt og glaðari framtíð,
sú veröld, er sjáandinn sér.
Hefir þá verið, eins og heitið var í málsbyrjun, skyggnzt
um af nokkrum hæstu kennileitum í vestur-íslenzkum skáld-
skap, með yrkisefni þarlendra skálda vorra sérstaklega í huga.
Óhjákvæmilega hefir orðið að stikla á stóru, og eru yrkis-
efni þeirra fleiri en komið hafa hér til framtals. Nóg mun
þó hafa sagt verið þeirri fullyrðingu til staðfestingar, að
þar sé um harla gróðursælt ljóðalendi að ræða, fjölgresi, og
eigi ósjaldan góðgresi að sama skapi. En mestu máli skiptir
það samt, eins og þegar hafa verið leidd rök að með mörgum
dæmum, að vestur-íslenzk ljóðskáld hafa, með ýmsum hætti,
numið íslenzkum bókmenntum ný lönd með yrkisefnum
sínum. Fram hjá öðrum merkum þætti i skáldskap þeirra
hefir þó með öllu orðið að ganga í þessari greinagerð, en
það eru ljóðaþýðingar þeirra úr erlendum málum, sérstak-
lega ensku, á íslenzku. Er þar um að ræða mikið safn og
harla athyglisvert, væri það komið í einn stað.
Eg hóf mál mitt með því að minna á spakleg orð hins
skyggna skálds þess efnis, að það væri íslenzk tunga, sem
slegið hefði brúnni á hinn breiða ál, er skilur fslendinga í
heimalandinu og Vesturheimi. Með ljóðagerð sinni á ís-
lenzka tungu hafa vestur-íslenzk skáld þá einnig lagt drjúgan
skerf til þeirrar brúargerðar yfir hafið.
f kvæði sínu íslendingafljóti hefir Guttormur J. Guttorms-
son túlkað á snilldarlegan og skáldlegan hátt samband ís-
lendinga austan hafs og vestan. Bjarkimar sitt hvoru megin
við fljótið eru honum táknmynd þess bróðurlega handtaks,
sem hann, og aðrir þjóðræknir menn vestan hafs og austan,
vilja, að brúi hafið milli þjóðbrotsins vestan hafs og stofn-
þjóðarinnar hér heima. í kvæðislok ber skáldið fram þessa
ósk: