Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 81
Skímir
H. C. Andersen
77
vináttu mikilsháttar manna, andans stórmenna, þjóðhöfðingja,
hversu honum var ljúft að láta sýna sér sóma, jafnvel taka
á móti heiðursmerkjum. Enginn þeirra, sem hæddist að þessu,
hefði þó sjálfur drepið hendi við nokkrum þeim sæmdar-
votti, sem Andersen hlaut. Þá hneykslaði það menn mjög,
að Andersen var hvarvetna að lesa upp úr verkum sínum;
það kunnu menn ekki við, en fyrir ekki kom. Andersen hélt
áfram að lesa upp og æfa sig þannig í hinum nýja og næsta
vandasama stíl, sem hann var að skapa, hinum hálf-munnlega,
lifandi stíl, sem er að sínu leyti meiri bylting í frásagnarhætti
en Hemingway gerir nú á dögum.
Sál Andersens var eins og mimósa, svo viðkvæm, að allt,
sem á móti blés, kvaldi hann ósegjanlega, en eins móttækilegur
var hann þá líka við öllu, sem gladdi hann. 1 rauninni bjargaði
viðurkenningin, frægðin honum, lyfti honum upp, svo að
hann sökk ekki, jók sköpunarkrafta hans, svo að hann gat
gert hið bezta, ævintýrin, hið eina sem haldið hefur nafni
hans á lofti á fjarlægum stöðum og á fjarlægum tímum. Hann
var ákaflega upptekinn af sjálfum sér, en hann var einnig
ákaflega upptekinn af öðrum, en mest af öllu upptekinn af
verki sínu. Allt, sem fyrir augun bar eða fyrir hann kom,
hafði miklu meiri áhrif á hann en títt er um menn. Af þessu
hrifnæmi, viðkvæmni, móttækileika eru ævintýri hans sprott-
in. Skynjanir hans urðu furðulega sterkar og frjóar, ímynd-
unaraflið fjörugt og auðugt. Honum var skammt til gráts eða
hláturs, þegar eitthvað kom fyrir hann sjálfan, en jafnfljótur
var hann að verða snortinn af annarra kjörum, svo djúpt sem
væri það hann sjálfur. Og sú var hin mikla hamingja hans,
að þessar sterku skynjanir, þetta auðuga hugarflug, hinar fjöl-
breyttu minningar, hin öru skapbrigði, snerust fyrir honum
sjálfkrafa í skáldskap, sem bar merki hins sérstaka lundar-
fars hans. Yfirleitt er sem flestir þættir ævi hans og örlaga
komi í einn stað niður, þar sem ævintýrin eru.
Ævintýraformið með ýkjuheimi þeirra hafði hann frá sagna-
kerlingum æskuáranna og frá „1001 nótt“, sem faðir hans
las. Honum, sem lifað hafði í unglingsárum með leikbrúðum
sínum, varð svo undur eðlilegt að nota það form, sem lætur