Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 26
22
Sir Richard Paget
Skirnir
samtímamönnum þeirra. Og enn fremur, ef Chelles-maðurinn
hefði átt sér fullþroska mál, hvers vegna hefði það ekki náð
frekari þroska á næstu 100 þúsund árum eða svo? Ég held,
að svarið sé það, að steinaldarmaðurinn hafi ekki náð full-
þroskaðri málgáfu fyrr en eftir Aurignac-tímabilið í Vestur-
Evrópu og nokknun árþúsundum fyrr í Palestínu.
Hæfileikinn til að mynda málhljóð er ekki háður nákvæm-
legri lögun hljómbotnanna, heldur möguleika þeirra til að
breyta innbyrðis hlutfallslegum stærðum þeirra og hljóðop-
anna, svo að það er engin furða, að stórum öpum hefur verið
kennt að bera fram einföld orð,14) samanber tilraunir W. H.
Furness árið 1916 til að kenna órangútan-apa að segja pabbi
(,,papa“) og bolli (,,cup“). Honum lærðist, að „pabbi“ merkti
Furness sjálfan, en „bolli“ táknaði bollann, sem hann drakk
úr.15)
Þetta er næsta mikilvægur þáttur, en þó hefur varla verið
minnzt á hann enn. Hann hlýtur samt að hafa verið, þegar
maðurinn byrjaði að segja frá viðburðum með látæði sínu,
það er að segja þróun þess eðlislæga samræmis, sem Darwin
hafði 1872 tekið eftir, að er milli hreyfinga handa nútíma-
mannsins og kjálka hans, tungu og vara. Eins og Darwin
orðaði það, böm, sem eru að læra að skrifa, hreyfa tunguna á
hinn hlægilegasta hátt, fólk, sem klippir með skærum, sést
hreyfa kjálkana samhliða skæraálmunum.16) Þrjátíu árum
seinna hefur Charles Dickens auðsjáanlega gert sömu athug-
anir, því að í Bréfum Pickwick klúbbsins lýsir hann Sam
Weller, þegar hann er að burðast við að skrifa ástabréf til
elskunnar sinnar og „hreyfði tunguna eins og hann væri að
skrifa stafina, sem hann hugsaði sér“.17) Charles Dickens
kynnti sér ekki látæðiseðli mannlegs máls til að tengja athug-
anir sínar á samræmi í stöfum munns og handar við uppruna
málsins, en hinn frægi keppinautur hans, Dr. Alfred Russel
Wallace, fyllti að nokkru það skarð. 1 grein, sem hann birti
1895 í Forthnight Review, bendir hann á algeng orð í nútíma-
ensku, sem myndast með samræmdu starfi tungu, vara eða
kjálka í þeim tilgangi að„tengja saman merkingu og hljóð“18).