Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 181
Skírnir Athugasemdir við ritdóm 177
á Tivoli fyrir byrjendur með tþ, eins og Sveinn vill gera, eða með ts, eins
og ég geri. (9. atriði.)
Ritdómandinn segir, að lýsing mín á sænskum „akut“-orðum sé röng,
af því að ég segi hreiminn þar hnígandi, og segir i þvi sambandi, að
almennt sé viðurkennt „að tónninn sé þar stígandi í áherzluatkvæðinu,
séu þau tvíkvæð, til dæmis nafnorð með greini." Þetta er vanþekking eða
fljótfærni ritdómandans, því að einmitt nafnorð með greini halda í sænsku
„einkvæðum hreim“ (orðalag úr kennslubók í sænsku eftir Pétur G. Guð-
mundsson og Gunnar Leijström, 3. útg., 21. bls.), séu þau einsatkvæðisorð
að uppruna, þ. e. akcent 1, af þvi að viðskeyttur greinir breytir venjulega
ekki orðhreim í sænsku máli. (15. atriði.)
Ég hætti mér ekki í ritdeilu við doktor Svein Bergsveinsson um setn-
ingarlag né þvílíka hluti. Vitanlega var glópska af mér að segja nokkurs
staðar, að það væri lítt rannsakað í íslenzku máli, vitandi um rannsóknir
hans og eigandi doktorsritgerðina i góðu bandi. En vanmat mitt á því
verki mætti ef til vill skýra (afsaka?) með því, að niðurstöður Sveins
eru fengnar með rannsóknum á framburði eins manns aðeins, -— og eru
þó ekki í íslenzku tiltækar um það efni neinar aðrar rannsóknir en hans.
Hitt er annað mál, að mér finnst ekki önnur orð hentugri (til samsetninga
og annarra nota) „um hin ýmsu hljómlögmál tungunnar" en einmitt
orðið hreimur. En um slíkt má vitanlega deila. Það styður þó heldur
mál mitt, að höfundar fyrrgreindrar kennslubókar í sænsku nota orðið
í sömu merkingu og ég, en alltaf eru það meðmæli með orði (eða nýyrði),
ef tveir taka upp á því að nota það óháður hvor öðrum.
Umkvartanir um það, að ég hafi ekki borið handritið undir „hljóðfræð-
ing“ falla að nokkru um sjálfar sig, þegar gætt er þess skamma tíma,
sem til stefnu var, enda ekki um marga að ræða, en sjálfsagt hefði ég
leitað til dr. Sveins með að lesa yfir handritið, ef hann hefði verið nær
þær vikur, sem bókin varð til.
Árni Böðvarsson.
12