Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 16
12
Rristján Eldjám
Skimir
um listar þeirra er hollast að kynnast ekki manninum per-
sónulega, því að persónan kann að stinga ónotalega í stúf
við þá eiginleika listar hennar, sem að er dáðst. Sízt er þessu
þannig farið tnn Davíð frá Fagraskógi. Þótt ekki sé hann
viðhlæjandi hvers manns, er hann maður vináttugjam og
vinfastur, enda gæddur miklum persónulegum töfrum. Fríður
maður og mikill að vallarsýn, fyrirmannlegur, hress í bragði,
höfðingi heim að sækja, hrókur alls fagnaðar á vinafundi,
fróður og skemmtinn, hlýr í þeli. Hann er óvenjulegur
persónuleiki, sem sópar að og ekki gleymist þeim, er honum
kynnast. 1 hús hans á Akureyri er gott að koma, þar sem
hann býr með bókum sínum, einhverju stærsta og fegursta
safni íslenzkra hóka, sem til er í einkaeigu, með sýn til hinna
tignu eyfirzku fjalla, sem hann hefur í einhverju kvæði
sínu sagzt vilja deyja i. Vel má unna bæði skáldinu og fjöll-
urnun þess hlutar, en þó því aðeins, að þess sé langt að bíða.
Davíð er sextugur í dag, en honum hefur hlotnazt sú gæia
að varðveita logann helga ófölskvaðan, og því getum vér af
heilum hug óskað honum langra lífdaga og fagnað með hon-
um á þessum tímamótum ævi hans. Það kvað vera vafasamt
gæfumerki að vera fæddur með miklum skáldgáfum. Fyrir
þær þarf oft að færa fórnir, sem ekki er krafizt af hvers-
dagsmönnum. En gæfan er ekki ein, heldur mörg. Það er
gæfa að njóta þeirrar hylli alþjóðar, sem Davíð hefur notið.
Hann hefur að vísu átt sína andófsmenn, jafnvel öfundar-
menn, það hefur öðru hvoru blásið svalt um hann úr ýmsum
áttum. Eins og það sé ekki sjálfsagt. Sá gustur getur andað
um menn, þótt ekki séu komnir jafnhátt og hann í hlíð
hefðar og viðurkenningar. Slíkt er nú, á efri árum, til þess
eins að skerpa skilningarvitin fyrir hinum blíða blæ vinsælda
og aðdáunar, sem hann nýtur hjá þorra þjóðarinnar, ungum
sem gömlum. Það er gæfa að vera viðurkenndur einn af
andlegum leiðtogum þjóðar sinnar, þjóðskáld um áratugi.
Enginn samanburður er hér til umræðu, því að hver segir
um það, hver er mestur og beztur. Engum er það minnkun,
þótt ekki njóti hann sömu áheyrnar og Davíð Stefánsson,
svo sem hann minnkar og eigi, þótt einhver næði fullri hæð