Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 105
Skirnir
Yrkisefni vestur-íslenzkra skálda
101
töfrahvammi. Ég veit, að ég fæ aldrei að líta þær stöðvar á
ný með likamlegum augum mínum.“
Hér dregur Jóhann Magnús fagurlega og á áhrifaríkan
hátt athyglina að þeirri staðreynd, aS ættjarðarástin á rætur
sínar í átthagaástinni, og þá sætir það engri furðu, að mörg
ættjarðarkvæði vestur-íslenzkra skálda eru að öðrum þræði
eða að meginefni átthagaljóð, helguð heimahögum, þar sem
vaggan stóð og ræturnar standa dýpst í mold.
Þorskabítur (Þorbjörn Bjarnason), sem raunar er fæddur
á írafelli í Kjós, en ólst upp i Reykholtsdal, lofsyngur æsku-
stöðvamar í Borgarfirði með mikilli bragfimi og sambærilegri
mælsku í kvæðum sínum, ekki sízt í tilþrifamikilli lýsingu
sinni á Eiríksjökli:
Efst við heiðan hixnininn
herðabreiði jökullinn
gnæfir hátt með höfuð frítt,
hárið grátt og skeggið sítt;
hjálminn bratta breðastáls
ber sem hatt, en sér um háls
hélugráan knýtir klút
klakabláum rembihnút.
Páll S. Pálsson, sem fæddur er í Reykjavík, en ólst upp
á Norður-Reykjum í Borgarfirði og fluttist vestur um haf á
fermingaraldri, er svo fasttengdur átthögunmn, að hann velur
fyrstu kvæðabók sinni heiti æskuheimilis síns, enda eru mörg
kvæði hans sprottin úr jarðvegi minninganna um æsku-
stöðvarnar. í kvæðaflokkinum Hjá Kleppum bregður hann
upp glöggri mynd af fjárrekstrum, leitum og réttum, en jafn-
framt er kvæðið slungið orðhögum náttúrulýsingum með
undirstraum heitra tilfinninga. f átthagana sækir hann einnig
efnið í hin táknrænu kvæði sin / Surtshelli og Hraungöng-
una (Hallmundarhraun).
Einar P. Jónsson, sem fæddur er og alinn upp á Háreks-
stöðum á Jökuldal og aldrei fer dult með sinn austfirzka
uppruna og kann vel að meta fegurð átthaga sinna, nefndi
fyrstu kvæðabók sína örœfaljáÖ, og gætir áhrifa mikilúðugs