Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 167
Skímir
Um Niðurstigningarsögu
163
helvítis, en Guð eigi. Hann sneiddi heldur hjá þeim og
brá sér í dreka líki og gjörðist þá svo mikill, að hann
hugðist liggja mundu um allan heiminn utan.
Haim sá þau tiðendi, er þá gjörðust að Jórsölum, að
Jesus Christus var þá í andláti, og fló hann þangað til
þegar og vildi slægja öndina frá honum. En þá, er hann
vildi taka hann og hafa með sér, þá beit hann öngull
guðdóms hans, en krossmark féll á hann ofan, og varð
hann svo veiddur sem fiskur á öngli eða melrakki i gildru,
eftir því sem fyrir var spáð.
Þá fór Drottinn og batt hann, en bauð englum sínum
að varðveita hann.
Nú skal segja frá atburðum þeim, er ritnir voru. —
Hér skal tekið fram, að ritnir stendur ekki í textanum,því að
hann er máður og sést aðeins síðasta samstafan -ir. En á eftir
hefst A-gerðin á nýjan leik. Finnur Jónsson vildi lesa orSnir.
Glöggt má sjá, að innskot þetta er raunverulegt, því að frá-
sögnin af handtöku Satans er tvöfölduð. Nokkru síðar segir
sem sé frá því, að Kristur taki að troða niður dauðann, en
myrkrahöfðingjann batt hann með eldlegum böndum krafta
sinna eftir það, er hann braut helvíti. Söguþráðurinn slitnar
eigi, þótt innskotinu sé kippt í burt. Hitt er enn ókunnugt,
hvort innskot þetta er frumsamið eða tekið upp úr einhverri
hómiliu, og má vera, að hið síðara sé líklegra, eins og síðar
skal bent á. Textinn er saminn upp úr Opinberunarbókinni
19:11—17a og 20:1—3 með hliðsjón af Jobsbók 41:1—34,
í latnesku Biblíunni 40:20—41:25. Ætti textinn því fremur
við endurkomu Krists til stofnunar þúsundáraríkisins. Þess
skal þó getið, að frá því á dögum Ágústínusar kirkjuföður
fram til siðbótarinnar var hugmyndin um þúsundáraríkið
ekki vel þokkuð af guðfræðingum, þar sem kirkjufaðirinn
lagðist á móti henni og taldi hana leiða til vingltrúar. Samt
virðast einhverjar hugmyndir hafa verið uppi á 11. öld um
það, að dómsdagur væri í nánd. Stóð hann í tengslum við
kenninguna um heimsaldrana sjö og tímatalið yfirleitt.
Enginn vafi getur leikið á því, að innskotið hefur ekki