Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 136
132
Yngvi Jóhannesson
Skírnir
dómur taugakerfisins og meira að segja, að ýmis einkenni, sem
höfðu verið talin annars eðlis, væru af móðursjúkum upp-
runa. Þá lagði hann áherzlu á, að móðursýki kæmi einnig oft
fyrir hjá karlmönnum. Orsakir móðursýkinnar tókst honum
þó ekki að skýra. En hann sýndi fram á það, sem án efa var
merkasta uppgötvun hans á þessu sviði, að hægt var með dá-
leiðslu bæði að framkalla og eins að nema hurt aftur ýmis ein-
kenni, sem voru nákvæmlega eins og einkenni sjálfkvæmrar
móðursýki (skjálfta, lömun, tilfinningarleysi o. s. frv.). Með
öðrum orðum, það var hægt að hafa áhrif á slík einkenni með
hugsunum einum. Þau hlutu því að vera með einhverjum
hætti sálarleg að eðli og uppruna. Var þá auðsætt, að héðan
af hlyti læknisfræðin að taka sálarlíf sjúklinganna með í
reikninginn.
Þegar Freud var að námi í rannsóknarstofu Brúckes, hafði
hann kynnzt Josef Breuer, sem þá var kunnur læknir og vís-
indamaður í Vín, og þar sem þeir höfðu að mörgu leyti svipuð
áhugamál og lífsviðhorf, tókst brátt vinátta með þeim, enda
þótt Breuer væri 14 árum eldri. Þar sem Breuer vissi um áhuga
Freuds á tauga- og geðsjúkdómum, sagði hann honum frá at-
hyglisverðu móðursýkistilfelli, sem hann hafði haft til með-
ferðar og læknað með dáleiðslu á árumrna 1880—1882. Til-
felli þetta er síðan orðið frægt, og vegna þess hve mikil áhrif
það hafði á Freud og rannsóknir hans, er nauðsynlegt að
greina nokkru nánar frá því.
Sjúklingurinn var óvenjulega gáfuð stúlka, 21 árs gömul,
sem hafði orðið veik, er hún stundaði föður sinn í banalegu
lians, en henni þótti mjög vænt um föður sinn. Sjúkdómsein-
kenni hennar voru margvísleg, svo sem krampar, lamanir á út-
limum, skynjana- og taltruflanir, einnig einkennilegar með-
vitundartruflanir. Þegar Breuer vitjaði stúlkunnar, sagði hún
honum venjulega frá því, sem hafði sérstaklega amað að henni
þann daginn, og þar sem hún tók eftir því, að henni leið betur
á eftir, hélt hún þessum vana. Eitt sinn sagði hún frá nánari
atvikum að því, er eitt af einkennum hennar hafði fyrst komið
í ljós, og komst um leið í ákafa geðshræringu, en svo brá við,