Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 23
Skírnir
Uppruni tungumála
19
hæfileika til máls, eins og svo margra aðra hæfileika, sem
hann hefur aukið við eðli sitt“.10)
Hér virðist ráðlegt að minnast hins mjög svo athyglisverða
hugsanalífs nútíma-daufdumbs, sem hefur ekki lært neitt,
vegna þess ljóss, sem það kann að varpa á ályktunarhæfi-
leika steinaldarmannsins. Ólærður daufdumbur er að hugar-
starfsemi frábrugðinn venjulegum manni að einu leyti aðeins:
sökum heyrnarleysis síns hefur hann enga hugmynd um orð
né nöfn og getur ekki skýrgreint neitt, af því að hann hefur
enga einingu til að miða skýrgreininguna við. Mér er ekki
kunnugt um, að neinar kerfisbundnar rannsóknir hafi farið
fram á hugarstarfsemi daufdumbra. Upplýsingar mínar hafa
nær einvörðungu verið frá séra Albert Smith við Hið konung-
lega félag til hjálpar heyrnar- og mállausum, en 45 ár hefur
hann helgað velferð uppkominna heyrnarleysingja, og hann
hefur góða þekkingu á aðferðum þeirra til að álykta og gera
sig skiljanlega hverja öðrum með merkjum. Ég hef staðið í
sambandi við séra Smith árum saman og veit, að lærðir
heyrnarleysingjar og lærðir og leikir forsjármenn þeirra —
sem ég hef komizt í samband við — fallast á skoðanir hans.
Þetta eru afleiðingarnar af algeru þjálfunarleysi ólærðs dauf-
dumbs í að nefna nafni hverja reynslu, sem hann verður
fyrir — skorti á þjálfun slíkri sem þeirri, er heyrandi börn
njóta frá fyrstu tíð: hann metur atburðina sem heild.
Afleiðingin verður sú, að hann getur ekki beint hugsun sinni
að einstökum atriðum, sem hugur okkar skynjar sem einstaka
liði í reynslu okkar. Þeir meta ekki aðeins atburðina sem heild
heldur telja þeir sjálfa sig óaðskiljanlegan hluta atburðanna,
og þeir lýsa atburðunum í heild fyrir félögum sínum — með
látbragði sínu. Einu „einingar hugsunarinnar“ hjá ólærðum
daufdumbum eru því heilir atburðir, en engan þeirra er unnt
að kljúfa niður í einstaka liði atburðarins. Af þessu leiðir, að
þessar ósköpulegu einingar eru of stórar og of óljósar, til að
hægt sé að tengja þær saman i nýtt samhengi og skapa nýjar
hugmyndir, og þess vegna getur ólærður daufdumbur munað,
en ekki uppgötvað. Það er mikilvægt að átta sig á því, að al-
mennt látæði daufdumbsins er manninum eðlilegt og að yfir-