Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 15
Skírrár
Davíð Stefánsson sextugur
11
vinur Davíð Stefánsson er þjóðlegs arfs íslendinga, aðdáandi
íslenzkra menningarverðmæta í formi bóka og þjóðlífshátta,
andans höfðingi, sem játar sig í ætt íslenzkrar alþýðu, far-
andmaður með rætur djúpt í mold heimabyggðar. Ef til
vill er kall moldarinnar, kall upprunans, sterkasta aflið í
lífi þessa manns, sem fleiri hafa þó lagt sig eftir að seiða
til sín en flesta menn aðra. Ég segi ef til vill, því að hver
em eg, að ég þykist geta dæmt um, hver sé hin dýpsta til-
finning skáldsins. Að mörgum seið hefur hann lagt næmar
hlustir, en kalli átthaganna hefur hann hlýtt af tröllatryggð.
Það er sama, hvar í löndum spyrst til Davíðs, maður veit,
að hann muni, áður en varir, vera snúinn á norðurvega eins
og farfuglarnir og verða kominn norður í Eyjafjörð. Davíð
er átthagaskáld Eyjafjarðar. Um ættbyggð sína hefur hann
ort mikilfenglegt kvæði, Sigling inn Eyjafjörð, heilt og heitt
af ást þessa mikla ástaskálds, ást á byggðinni, heimahögun-
um, ást á Fagraskógi. Af sömu rót eru runnin þau ljóð hans,
sem vegsama moldina og starf bóndans. Þeim hefur fjölgað
í seinni tíð, og heyrzt hafa þau ummæli, að þetta sé lífs-
flótti, undanhald frá flugi æskunnar. Ekki er þetta rétt, því
að þessi þrá hefur fylgt skáldinu frá upphafi vega. Fyrsta
kvæðið í fyrstu bók hans er mn móður hans, og þegar í
öndverðu kenndi hann sig við föðurtún sín. Davíð var bráð-
gjör, og ég skil þetta svo, að hann hafi á æskuskeiði skynjað,
að átthagar og frændbyggð voru hluti af honum sjálfmn,
óaðskiljanlegur hluti, sem hann mundi hvorki vilja né geta
verið án. Rödd hans, það er rödd Norðurlands, hvar sem
heyrist. Og ég skil það svo, að Akureyri hafi hann valið sér
að heimahöfn til þess að hlýðnast kalli upprunans án undan-
sláttar. Hve margur mun ekki nú á dögum, þegar hálf þjóðin
hefur fyrir fullt og allt gert heimanför sína úr dal og firði,
þekkja sjálfan sig í dæmi skáldsins, tvískiptinguna og tog-
streituna milli ætlunarverksins á hraðleiðum heimsins og
hinnar ljúfsáru þrár þangað, sem barnsskóm var slitið. 1 nú-
tímanum er þetta framhald útlegðartregans í lífi og skáld-
skap Hafnar-lslendinga á fyrri öld.
Stundum er því þannig farið mn listamenn, að aðdáend-