Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 93
Skímir
Samræming framburðar
89
skólans 30. okt. 1950 var lagt fram bréf frá Menntamála-
ráðuneyti, dagsett 26. sept. 1950, um samræmingu fram-
burðar íslenzkrar tungu. Heimspekideild kaus nefnd til þess
að gera tillögur um þessi efni, og áttu sæti í nefndinni þeir
prófessorarnir Einar Öl. Sveinsson, Sigurður Nordal og Stein-
grímur J. Þorsteinsson. Nefnd þessi lagði fram allrækilegt álit
á fundi í deildinni 16. febrúar 1951. Vísaði deildin álitinu til
Háskólaráðs, sem síðan sendi það Menntamálaráðuneyti. Það-
an gekk álitið til fræðslumálastjóra, og hefir hann síðan annazt
þessi mál fyrir hönd ráðuneytisins.
Nefndin vildi ganga miklu skemmra í samræmingarátt en
dr. Björn Guðfinnsson. Hún varaði beinlínis við þeim hætt-
um, sem of mikil samræming hefði í för með sér og benti á
þær heppilegu aðstæður, sem við byggjum við í málfars-
efnum. Nefndin gerði skarpan greinarmun á því, hver fram-
burðaratriði skyldi fyrirskipa og hver skyldi telja æskileg.
Nefndin taldi rétt að dæma hljóðvilluna óhæfa, sömuleiðis er-
lendan málhreim. Hins vegar vildi nefndin ekki láta fyrir-
skipa harZmæli og hv-framburð, en flokkaði þetta hvort
tveggja undir æskileg framburðareinkenni. Nefndin taldi með
öðrum orðum framburðinn [a:phi], [ga:tha], [tha:kha] æski-
legri en framburðurinn [a:þi], [ga:þa], [tha:ga]. Sömuleiðis
taldi hún hv-framburð æskilegri en kv-framburð, þ. e. hún
taldi æskilegra að segja [%(w)a:<5] eða [%a:8] en [khva:ð]. Og
á því er vitanlega reginmunur, hvort menn telja eitthvað
æskilegt eða vilja fyrirskipa það. Að öðru leyti gerði nefndin
ekki tillögur, sem miðuðu í samræmingarátt. Hins vegar lagði
hún til, að reynt yrði að varðveita sérkennilegan framburð,
sem tíðkast i einstökum landshlutum eða byggðarlögum, t. d.
skaftfellska rn-, rl-framburSinn og vestfirzka einhljóðafram-
burSinn. Er þetta í samræmi við tillögur dr. Björns, en ég
er ekki sannfærður mn, að sama hugarfar liggi til grund-
vallar. Dr. Björn virðist vilja varðveita framburðareinkennin
til þess að fella þau síðar inn í kerfi samræmds framburðar,
en sjónarmið Heimspekideildar virðist vera svipað og þeirra,
sem vernda vilja forngripi frá tortímingu.
Nokkru eftir að fræðslumálastjóra höfðu borizt tillögur