Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 95
Skímir
Samræming framburðar
91
ástæðum, en mjög væri viðsjárvert að ætla sér að gera
þar breytingar á með ofurkappi.
f samræmi við þetta sjónarmið eru svo framburðartillögur
nefndarinnar. Samkvæmt Álitinu eru þær þessar:
1. grein. Stuðla ber að vönduðum framburði íslenzkrar
tungu. Yandaður framburður er skýr og greinilegur, eins
og hann gerist beztur meðal alþýðu manna. Hann er og
eðlilegur, en eðlilegur er sá framburður einn, sem almenn-
ur er i daglegu tali fólks um einhvern hluta landsins að
minnsta kosti. Með vönduðum og eðlilegum framburði er
ekki aðeins átt við einstök hljóð, heldur og að áherzlur
séu réttar og málhreimur íslenzkur.
2. grein. Rangur framburður er hljóðvilla, og skal vinna
á móti henni af alefli, sbr. 8. grein.
3. grein. Réttur telst annar framburður íslenzkur, þó
að mismunandi sé eftir héruðum, enda sé hann vandað-
ur og eðlilegur.
4. grein. Meðal þeirra fyrirbrigða, sem teljast til rétts
framburðar, sbr. 3. grein, eru sum æskilegri en önnur:
a. Harðmæli hljóðanna p, t, k á eftir löngum sérhljóð-
um er æskilegra en linmæli.
b. Æskilegri framburður er hv en kv í upphafi orða,
þar sem svo á að vera samkvæmt venjum og uppruna
málsins.
c. Æskilegri er lini framburðurinn (þ. e. önghljóðs-
framburðurinn) á / og g en hinn harði (þ. e. lokhljóðs-
framburðurinn) í orðum sem hafði og sag'Si.
5. grein. Stuðla ber að varðveizlu gamalla framburðar-
einkenna einstakra landshluta eða héraða, án þess þau
beri að taka fram yfir hinn vanalega framburð annarra
hluta landsins. Ber einkum að vernda eftirtalin einkenni:
a. Hornfirzka framburðinn á rl og rn.
b. Einhljóða-framburðinn skaftfellska og austfirzka í
orðum sem lagi, tregi, stigi, bogi, hugi, lögin.
c. Einhljóðaframburðinn vestfirzka í orðum sem lang-
ur, lengi, söngur.