Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 201
Skímir
Ritfregnir
197
O Planter.
Botanikkens hellige Renhed.
Sollys paa gronne Blade,
det er Livet.
Det gode ordlose Liv,
velsignet frit for al Menneskelighed.
En langt er milli óskar og athafna, vilja og verks. Maðurinn hefur aldrei
beðið um að mega hefja innreið sína í Babylon þessa lífs, allra sízt eins
og hún er. 1 einu af fyrstu kvæðrnn þessarar bókar, Daaben, segir skáldið
frá skirn sinni. Presturinn var skrýddur og allt undirbúið, en skímar-
vottinn vantaði. Þá bauð sig fram prúðbúinn, kurteis herra, sem var kölski
sjálfur. En enginn gat séð hófana í skóm hans. Sál barnsins var helguð
Kristi, en kölski veiddi líkamann í eldnet sitt. Því togast ljósið og myrkrið,
ástin og hatrið á um manninn. Bezt þykir mér Sigurd Madslund túlka
þessa baráttu í kvæðinu At ville. Með því að hér er mn að ræða rauða
þráðinn í bókinni, ef ég skil hana rétt, þykir mér hlýða að birta þetta
Ijóð í heild:
Jeg vilde fatte, hvad ingen fatted,
forstaa det Hjerte, der aldrig dor,
gaa over Bjerget, der rorer Himlen,
og smelte Sneen, der aldrig tor.
Jeg vilde vise, hvor sandt jeg elsked,
helt tolke det for at være sand
mod dem, jeg elsked helt dybest inde,
men jeg var bundet af min Forstand.
Jeg vilde være, men det at ville
er ikke nok og slaar ikke til.
For det, der blomstrer, har aldrig villet,
men bare gjort det, som Livet vil.
1 hverju er þá „lifsins kvöð og kjarni“ fólgin? Á maðurinn aðeins að
hlýða miskunnarlausri kröfu þess og köllun, þjóna þvi gegn vilja sínum,
sem er svo vanmegnugur? ílrslitasvör við þeim spumingum virðast mér
ekki sízt vera að finna í lokakvæði bókarinnar, Tantalos’ Befrielse: Mun-
úðin má ekki ráða gerðum mannsins. Ef hann seilist eftir eplum á lífs-
trénu, lyfta greinarnar sér í áttina til himins. Beygi hann sig til jarðar
að teyga vatn úr sælulindinni, lækkar í henni, unz hún þomar. Sá einn
verður sæll, er sviptir af sér fjötrum ástriðna og ófrelsis, horfir hátt og
baðar augun í himinsins ljósi. Þá falla eplin sjélfkrafa í hendur honum,
og vatnið stígur í lindiimi, svo að hann fær þorstanum svalað og gleðst
af hjarta.
Ég fæ ekki betur séð en hér sé á ferð athyglisvert skáld. Þó að smekk-