Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 13
Skírnir
Davíð Stefánsson sextugur
9
bragamáls, þótt reynd væru þolrif þeirra. Davíð var nýstár-
legur, en fór ekki svo frumlegar leiðir, að ljóðelsk alþýða
kæmi þar ekki fyrir sig fótrnn.
Miklu gagntækari var andi hinna nýju ljóða, brtmi blóðs-
ins og ofsi tilfinningalífsins, sem heimtaði sinn rétt. Þetta
olli hneyksltm stnnum mönmun, en heillaði xnn leið, enda
er það mikill munur, hvort hneykslað er til þess eins að
hneyksla eða það er gert af hjartans lyst. Með aldri hefur
öldurnar lægt, allt hefur mildazt og mýkzt, en frumeinkenn-
rnn sínum hefur Davíð haldið, hinum ljóðræna þýðleik og
hispurslausu, skapheitu geðhrifum, og ekki eru það afmælis-
ýkjur, að hann er enn í dag ástsælasta skáld þjóðarinnar.
Hann er ekki lengur miðdepill, sem allt snýst tnn í hópi
rétttrúaðra, en alþjóð manna lætur sig enn varða hvert það
orð, sem hann hefur fram að færa, og veitir honum fulla
áheyrn eins og fyrrum. Þessar óbrigðulu vinsældir renna af
mörgum rótmn. Tungutak Davíðs, stíll hans og framsögn,
er gædd sérstöku áhrifamagni, þar eru alltaf tilþrif, alltaf
einhver skörungsskapur, sem hrífur menn með, fær menn
til að hlusta. Alltaf eru einhverjar þær sviptingar í málfari
hans, sem ekki eru á tungu annarra manna, hann mælir
ekki hálfyrðmn, heldur fullum stöfum. Mér leyfist máske
að segja, að það sé norðlenzkm- málsmergur, sem er svo
magnaður í tungutaki Davíðs. Norðlenzkt alþýðumál, eins og
það er bezt, liggur honum í blóði, eins og bezt sést i leik-
ritinu Gullna hliðinu og skáldsögunni Sólon Islandus, og það
er það, upphafið og útvíkkað, sem heyrist kveða við sterkum
rómi í kvæðum hans.
Davið Stefánsson er fjölbreytileikans maður, og hann hefur
þorað að gefa sig allan, en ekki haft skap til að látast. Því
á hann hvorki til hálfvelgju né uppgerð. Hið heita, öra til-
finningalíf hans er ekki fellt við eina fjöl. Yrkisefnin eru
margbreytin, tilfinningarnar vaktar af hinum ólíkustu til-
efnum. Annars hefði hann ekki brennt sitt mark á skáldskap
heils tímabils og gefið mál innstu kenndum heillar kynslóðar.
Það er skáldsins hlutverk að gæða máli og móta í form það,
sem óljóst vakir í sál okkar hinna sem sýn eða kennd, gera