Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 226
II
Skýsrlur og reikningar
Skímir
2. Þá las gjaldkeri upp ársreikning og efnahagsreikning félagsins. Voru
þeir óendurskoðaðir og var ákveðið að hafa síðar framhaldsfund, er þeir
hefðu verið endurskoðaðir, og var frestað kosningu endurskoðenda til þess
fundar.
Enn fremur las gjaldkeri upp reikning yfir sjóð Margrethe Lehmann-
Filhé’s og reikning Afmælissjóðs félagsins. Höfðu þeir ekki heldur verið
endurskoðaðir.
3. Forseti skýrði því næst frá störfum félagsins á hinu umliðna ári.
Sakir mikils annrikis hafði enn tafizt prentun árhókanna og útsending
þeirra til félagsmanna. Gefið hafði verið út 2. hefti I. bindis 2. flokks
af Safni til sögu íslands, síðari hluti ritgerðar eftir dr. Einar Arnórsson
um Gottskálk hiskup og Jón Sigmundsson, og 3. hefti Prestatalsins. Enn
fremur Skírnir, 128. árg., og 3. hefti XVI. bindis af Fornbréfasafninu.
Þá gat forseti þess, að á yfirstandandi ári yrði gefið út 3. hefti I. bindis
2. flokks af Safni til sögu íslands, 1. hefti 5. bindis annálanna, Skimir og
4. hefti af XVI. bindi Fornbréfasafnsins.
4. Þá skýrði forseti frá því, að í stað drs. Einars Arnórssonar, sem frá
hafði fallið, hefði fulltrúaráðið kosið próf., dr. pihl. Steingrím Þorsteinsson í
hans stað til næstu fulltrúakosningar, er fram ætti að fara næsta ár.
5. Ákveðið var að lesa fundargjörð upp að loknum framhaldsfundi og
að svo búnu var þessum fundi slitið.
Framhaldsfundur.
Þessi fundur var haldinn sama staðar laugardaginn 12. nóv. s. á., kl.
5 siðdegis. Var fundarstjóri hinn sami.
1. Gjaldkeri las upp reikninga félagsins aftur; höfðu þeir nú verið
endurskoðaðir og vottaðir réttir. Þeir voru lagðir fyrir fundinn til úr-
skurðar og samþykktir með öllum atkvæðmn.
2. Þá vom endurkosnir endurskoðendur félagsins, þeir Jón Áshjömsson,
hæstaréttardómari, og Brynólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri.
3. Forseti skýrði því næst frá, hvað liði prentun árshókanna og útgáfu-
starfsemi félagsins að öðra leyti. Urðu nokkrar umræður rnn það mál, og
að þeim loknum voru fundargjörðimar lesnar upp og samþykktar. Síðan
var fundi þessum slitið.
Pétur SigurSsson.
Alexander Jóhannesson.