Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 27
Skírnir
Uppruni tungumála
23
Wallace taldi það vera í „mesta máta líklegt”, að látæðis-
hreyfingar ýmissa hluta munnsins væru „undirstöðustarf, sem
sífellt hefði farið fram bæði við uppruna og þróun mannlegs
máls“. Helztu hugmyndir dr. Wallace um hermihreyfingar
talfæranna voru fyrst birtar á prenti 1881.19) Það er gaman
að sjá þetta samræmi handar og munns hjá simpönsum, sem
hafa oft sézt hreyfa varir sínar til samræmis við handa-
hreyfingar sínar, en sjást þó ekki hreyfa tunguna. Sérstak-
lega hefur verið tekið eftir því í dýragarðinum í Lundúnum,
að simpansar rétta fram hendumar og teygja varirnar fram í
stút, um leið og þeir reka upp kenndarhljóð. Árangurinn verð-
ur orð, sem mætti stafsetja ú-úhv (‘„ugh, ough, ooh“), og það
merkir „gef mér“ eða „komdu hingað" eða „ég vil“. öðrum
sinnum hafa simpansar sézt galopna munninn og teygja sam-
tímis út handleggina; þetta er samræmi milli handa og
kjálka.
Á steinaldartímunum varð tjáningarlátæði manna nákvæm-
ara og fyllra, ómeðvitaðar og samtengdar hreyfingar kjálka,
tungu og vara mannsins urðu nákvæmari. Samskipti með
hjálp almenns látæðis krafðist áreynslu, og áreynslan var
auðvitað í tengslum við kenndartjáningu í raddblænum. Af
því mundi leiða, að tjáning með almennu láthragði mundi nær
undantekningarlaust vera samferða ómeðvituðum munnhreyf-
ingum og kenndarhljóðum, rödduðum eða órödduðum (þ. e.
hvíslhljóðum). Afleiðingin yrði þá röð af hljóðum, líkum
málhljóðum. En málhljóðin eiga tilveru sína að þakka því,
að kenndarhljóð, rödduð eða órödduð, fóru gegnum tal-
færin, eins og ég hef þegar bent á, en þessi talfæri fremja
ómeðvituð hermilæti, og það eru einmitt þessi „hermilæti“
(látbragð), sem flytja hugsanir okkar. Hinn raunverulegi
munur á málhljóðum og hljóðum líkum málhljóðum, sem við
erum nú að ræða um, er sá, að enginn frumpartur (né heldur
atkvæði) hljóðaraðarinnar, sem fylgdi hinu almenna látbragði,
hafði neina merkingu. Þessi hljóðaröð, hljóðmyndun, var
aðeins hluti af hreyfingunum, sem látbragðið í heild sinni var.
Hún var eflaust mikilvægur bakgrunnur, og hún beindi at-