Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 84
HALLDÓR HALLDÓRSSON:
SAMRÆMING FRAMBURÐAR.
Sú skoðun hefir nokkuð gert vart við sig upp á síðkastið,
einkum á tímanum, sem liðinn er frá heimsstyrjöldinni síðari,
að nauðsyn beri til að samræma íslenzkan framburð. Þessar
raddir hafa að vísu sjaldnast verið háværar, en að þessum
málum hefir þó verið unnið nokkuð í kyrrþey. En jafnframt
hefir verið þybbazt dálítið á móti þessum fyrirætlunum —
einnig í kyrrþey.
Áður en lengra er haldið, er nauðsynlegt að gera grein fyrir
því, hvað við er átt með orðunum samræming framburðar.
Þetta, hygg ég, að skýrist bezt með einstökum dæmum. Venju-
legur Sunnlendingur ber t. d. orðin api, gata og taka þannig
fram: [a:þi], [ga:<]a], [tha:ga], en venjulegur Norðlendingur
notar hins vegar framburðinn [a:phi], [ga:tha], [tha:kha].
Verulegur munur er þannig á framburði þessara orða á
Norðurlandi og Suðurlandi. £g rek ekki nánara útbreiðslu
þessara framburðareinkenna hér, enda óþarft í þessu sam-
bandi. Samræming framburðar gæti t. d. beinzt að því að
útrýma þeim mun á norðlenzkum og sunnlenzkum framburði,
sem nú var frá greint. Hugsanlegt er að gera þetta með ýms-
um hætti, en einkanlega kemur þó tvennt til greina. Sam-
ræmingin gæti verið fólgin í því að fyrirskipa, að sunnlenzki
framburðurinn skuli upp tekinn af öllum eða að öllum sé
skylt að læra norðlenzka framburðinn. Hvor leiðin yrði valin,
skiptir ekki máli. Hvort tveggja væri samræming framburðar.
Af þessu ætti að vera ljóst, hvað við er átt með hugtakinu.
Samræming framburðar er yfirleitt fólgin í því, að ríkisvaldið
gerir ráðstafanir til þess, að tiltekinn framburður sé kenndur
í skólum, notaður í ríkiskirkju, þjóðleikhúsi, ríkisútvarpi eða