Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 94
90
Halldór Halldórsson
Skirnir
Heimspekideildar, réð hann tvo málfræðinga, þá Árna Böðv-
arsson cand. mag. og Bjarna Vilhjálmsson cand. mag., til þess
að semja uppkast að reglum um íslenzkan framburð í sam-
ræmi við tillögumar. Leystu þeir það verkefni vel af hendi,
eins og vænta mátti. Þeir Árni og Bjarni nefndu tillögur
sínar Uppkast aS reglugerS um íslenzkan framburS. Fræðslu-
málastjóri sendi háskólarektor „Uppkastið“ til umsagnar með
bréfi, dags. 11. jan. 1954, og var rætt um það á fundum Heim-
spekideildar 16. febr. og 6. apríl 1955. Deildin kaus þá nefnd
til þess að fjalla um málið. Þessir áttu sæti í nefndinni: Einar
Öl. Sveinsson prófessor, Steingrimur J. Þorsteinsson prófessor
og höfundur þessarar greinar. Álit nefndarinnar var lagt fyrir
deildarfund 25. nóv. 1954, og féllst deildin á það í öllum grein-
um. Var álitið sent fræðslumálastjóra degi síðar. Plagg þetta
heitir Álit um „Uppkast aS reglugerS um íslenzkan framburS“.
1 áliti þessu segir svo m. a.:
1 samræmi við fyrra álit heimspekideildarinnar . . .
teljum vér, að gera beri fullkominn greinarmun á þeim
framburðareinkennum annars vegar, sem ber að fordæma
með öllu og vinna af alefli á móti, og hins vegar mis-
munandi framburði ýmissa landshluta, sem ekki ber að
fordæma. Af fyrra tagi er hljóðvilla, af síðara tagi annar
staðbundinn mismunur í framburði. 1 fyrrnefndu áliti er
gerð lítils háttar grein fyrir ástæðum þess, að vér teljum
hinn síðarnefnda framburðarmismun eiga rétt á sér, en
miklu meira mætti um það segja. Þeir, sem óðfúsir vilja
koma upp leikhúsframburði eða ríkismálsframburði, hafa
ekki áttað sig á þeim sérstaklega heppilegu aðstæðum í
máli, sem íslendingar eiga að mörgu leyti við að búa, né
vandræðum margra annarra þjóða, þar sem málið greinist
í rikismál og alþýðumállýzkur og allur sá mikli fjöldi
manna, sem alinn er upp við þær og hefur ekki lært
rikismálið sérstaklega, þykir ófær að koma nokkurs staðar
fram, þar sem mál manna eru rædd.
. . . Þó að mismunandi framburður héraða teljist réttur,
má eigi að siður eitt teljast æskilegra en annað af ýmsum