Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 168
Skíruir
164 Magnús Már Lárusson
staðið í hinu latneska forriti. Til þess eru tengslin of klunna-
leg við samtextann.
Þá er að svara spurningunni um það, hvers vegna innskoti
þessu hafi verið hætt í textann. Líklega mun sú fullyrðing
vera rétt, að svo hafi verið gjört til þess að lagfæra friðþæg-
ingarkenningu Niðurstigningarsögu. Anselm í Kantaraborg,
sem áður var nefndur, setti fram nýja kenningu um guðmann-
inn, sem með dauða sínum aflaði mannkyninu innstæðu
eilífs lífs, er hann sjálfur syndlaus dó fyrir syndir annarra.
Það er guðmaðurinn, sem hirtist í innskotinu. Það er eigi
þýðingarlaust, því að þá getur innskotið ekki verið eldra en
frá upphafi 12. aldar elzt. Vitnishurður handritanna segir
oss tvennt: 1 fyrsta lagi, að Niðurstigningarsaga geti eigi verið
yngri en frá miðri 12. öld, og í öðru lagi, að innskotið virð-
ist hafa fylgt henni frá upphafi. Þá er húið að staðsetja sög-
una í ártalastiganum, og ætti hún þá að hafa verið þýdd á
fyrra hluta 12. aldar. En hugmyndin um Satan og útreið hans,
er hann fær, þegar hann bítur á öngul guðdómsins og kross-
markið fellur á hann ofan, kemur víða fram í kveðskap
miðalda.
Nú skal hafa í huga, að Satan hirtist í Niðurstigningarsögu
í mynd Miðgarðsormsins. Má þar, ef til vill, finna beint sam-
hand við Stokkhólms-hómilíubók og hrot eitt í Ámasafni, AM
686 4to C, sem er jafngamalt eða frá því um 1200. Þar
finnst hómilía á páskum, sem er nokkuð athyglisverð. Upphaf
hennar og niðurlag virðist hvort tveggja vera heimatilbúið,
en miðbikið er eftir Gregóríus mikla páfa í Róm, er uppi var
um 600. I meginmáli þýðingarinnar á hómilíu Gregóríusar
er vitnað til Johshókar 40:20 eftir latneska textanum og hljóð-
ar svo bæði í Stokkhólmshómilíubók og brotinu í Árnasafni:
Mun eigi þú draga Leviathan á öngli, éSa bora kinnur hans
meS baugi. En á báðum stöðum hafa skrifaramir ritað ‘MiS-
garSsormur’ ofan línu. I þessum kafla koma og fram vaður,
öngull og agn. Er eigi annað sýnna en hugsunin í niðurlagi
innskotsins í Niðurstigningarsögu gæti að miklu leyti verið
fengin að láni frá Gregóríusi úr hómilíu hans á fimmtudag-
inn í páskaviku. Að minnsta kosti segja vitnisburðir þó það,