Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 69
Skímir
Síðasti erkibiskupinn í Niðarósi
65
koma óvinum sínum á óvart, en svo fór, að nýr óvinur
kom honum sjálfiun á óvart, en það var stormurinn á Norður-
sjónum. Leiðangurinn hreppti hið versta veður, og týndust
nokkur skip og þar með töluvert af liði. f byrjun nóvember
náði þó Kristján konungur með það, sem eftir var, til Noregs.
Sendi hann þegar út ávarp í allar áttir þess efnis, að hann
væri kominn til landsins með ógrynni liðs og myndi nú á
ný taka stjórnina í sínar hendur.
Ölafur erkibiskup var fljótur til að gerast opinber fylgis-
maður hans og styðja hann, sem hann mátti, með ráðum
og fjárframlögum. Sunnanfjalls kom ríkisráðið saman til
fundar við fyrsta tækifæri til að hylla hinn nýja konung,
og í Niðarósi tilkynnti erkibiskupinn, að allir í Suður-Noregi
hefðu gengið Kristjáni II. til handa, og bað menn norðan-
fjalls að gera slíkt hið sama. Létu allir sér það vel líka og
féllust um leið á að greiða allháan skatt til konungs.
Þessi tilraun Kristjáns II. byrjaði því ágætlega, en þó var
eitt, sem skyggði á.
Konungi hafði að vísu tekizt að vinna alla Norðmenn á
sitt band, en í vígjum landsins sátu hinir dönsku höfuðsmenn
og landsstjórar með heri sína, og þeir héldu trúnaði við Friðrik
I. Kristjáni II. tókst ekki, þrátt fyrir það að hann hafði all-
mikinn liðstyrk, að vinna Bóhús, Akurshús eða Björgvinjarhús.
Veturinn 1531—32 var mjög harður, og átti konungur
fullt í fangi með að halda saman liði sínu og sjá því
fyrir nauðsynjum. Einnig gekk honum illa að standa í
skilum með málann, og voru því hersveitimar tregar til stór-
ræða. Svo fór, að hann gerði aldrei neina vemlega tilraun til
að hertaka nokkurt vígjanna, þrátt fyrir hvatningar Ólafs
erkibiskups.
Eins og vænta mátti, vakti dvöl Kristjáns II. í Noregi hinn
mesta ugg meðal ráðamanna í Danmörku. Var því fljótlega
tekið að safna liði, og þegar er sjór var íslaus, var það sent til
Noregs. Var þetta nokkru meiri herstyrkur en sá, er Kristján
II. réð yfir. Ekki kom þó til orrustu, og var það hvort tveggja,
að Kristján óttaðist um úrslit þess leiks, þar sem hann var lið-
færri, og einnig, að hann var, er hér var komið, mjög breytt-
5